Benedikt er víðtæka reynslu af alþjóðaviðskiptum sem og reynslu í stjórnun fyrirtækis tengdu fiskeldi. Þá er hann með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðsfræði frá Norwegian School of Management - BI.
“Ég er sannfærður um að Benni hefur þá kunnáttu og reynslu sem þarf til að halda áfram með Benchmark Genetics Iceland á þeirri farsælu vegferð sem fyrirtækið hefur verið á síðustu ár. Ég veit að það er gott að vinna með honum og hann er hvetjandi leiðtogi sem getur náð því besta út úr sínu starfsfólki,“ er haft eftir Jónasi í tilkynningu.
Jónas mun halda áfram sem framleiðslustjóri á laxi og hrognum hjá Benchmark Genetics á Íslandi, Noregi og Chile. Starfinu hafði hann sinnt samhliða starfi framkvæmdastjóra síðan árið 2019.