Innlent

Kölluð út vegna tveggja líkams­á­rása í borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla sinnti fjölda verkefna í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla sinnti fjölda verkefna í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.

Sagt er frá þessu í tilkynningu frá lögreglu þar sem farið er yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Þar kemur fram að fyrri árásin hafi átt sér stað um kvöldmatarleytið í umdæmi lögreglustöðvar 4 sem nær yfir Árbæ, Grafarvog og Mosfellsbæ og segir að ekki sé vitað um meiðsli.

Seinni árásin átti sér stað í hverfi 104 í Reykjavík um klukkan 23:30. Í því tilviki var um minniháttar meiðsl brotaþola að ræða, en einn var handtekinn vegna málsins.

Í tilkynningunni segir einnig að tveir hafi verið handteknir og gista fangageymslu vegna þjófnaðar úr verslun í miðborg Reykjavíkur sem tilkynnt var um í gærkvöldi. Um svipað leyti var óskað eftir aðstoð lögreglu með að fjarlægja mann úr verslun í hverfi 105.

Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×