„Við erum fullir sjálfstrausts“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 22:51 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. „Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
„Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32