Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram.
Union Berlín, sem er óvænt í toppbaráttunni í Þýskalandi, unnu öruggan 3-1 sigur á Ajax eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli.
Robin Knoche kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og Josip Juranovic tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Mohammed Kudus minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Danilho Doekhi gerði út um leikinn og tryggði Berlínarbúum sæti í 16-liða úrslitum.
It's unreal here. Unbelievable. To think how far we've come. How far we can still go. That's it. I'm gonna cry. Eisern! pic.twitter.com/emZBRWxA1o
— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) February 23, 2023
Rómverjar töpuðu fyrri leiknum í Austurríki með einu marki gegn engu og mættu nokkuð vængbrotnir inn í leik kvöldsins. Andrea Belotti, sem var að leysa meiddan Tammy Abraham af hólmi, kom Rómverjum yfir eftir rúmlega hálftíma leik.
Paulo Dybala bætti öðru markinu við skömmu síðar og þar við sat. Rómverjar héldu út og eru komnir áfram.
Comeback complete
— AS Roma English (@ASRomaEN) February 23, 2023
We re through to the Round of 16 thanks to first half goals from Andrea Belotti and Paulo Dybala! #ASRoma #UEL #RomaSalzburg pic.twitter.com/WUOX3NqIOq
Einum leik er enn ólokið en sem stendur er framlenging í leik Rennes og Shakhtar Donetsk.