Mancini gagnrýndur fyrir að verja börn með kolgrímu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 19:15 Ungur aðdáandi og Victor Osimhen. EPA-EFE/MASSIMO PICA Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að verja börn sem þóttust vera framherjinn Victor Osimhen með því að lita andlit sitt svart, og vera þannig með kolgrímu [e. blackface]. Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sjá meira
Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sjá meira