Hugleiðing um stöðuna á vinnumarkaði Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 23. febrúar 2023 15:31 Þó staðan sé um margt fordæmalaus eftir boðun verkbanns SA í kjardeilu Eflingar hefur margt verið sagt og margar fullyrðingar settar fram sem standast litla sem enga skoðun. Eins og þær að þeir samningar sem gengið hefur verið frá á almennum vinnumarkaði, móti í einu og öllu það sem er í boði fyrir aðra, og það gefið í skyn að SA séu bundið trúnaði við þau verkalýðsfélög sem skrifað hafa undir samninga, og það hafi verið gert að okkar frumkvæði. Engar kröfur um slíkt voru settar fram og ekkert slíkt samkomulag var gert. Það hljóta allir að skilja að stéttarfélag sem gengur frá kjarasamningi hefur ekkert umboð eða vald til að binda önnur félög af því sama. Það er því alfarið á ábyrgð viðsemjandans að halda slíku fram og til streitu. Einnig er látið að því liggja að verkfallsaðgerðir séu fordæmalaus nálgun stéttarfélaga við að ná fram nauðsynlegum kjarabótum. Ef við byrjum á þeim meinta trúnaði sem SA heldur til haga virðist sá trúnaður eingöngu takmarkast við stöðu þeirra sem lægst hafa launin og beinast sérstaklega gegn einu stéttarfélagi. Staðreyndin er sú að í þeim kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðastliðin ár hefur lítið farið fyrir þessum meinta trúnaði hins opinbera og SA þegar aðrar stéttir ganga fram á eftir okkur. Árið 2015 boðuðu VR og SGS til verkfallsaðgerða sem áttu að enda með allsherjarverkföllum. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með tæplega 60% atkvæða hjá VR en með 95% atkvæða hjá SGS. Flest félög boðuðu aðgerðir á þessum tíma eða fóru í verkföll. BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands og fleiri og fleiri félög sem nú eru að hefja sínar kjaraviðræður. Ég hvet fólk til að vafra um netið og kynna sér orðræðuna og hörkuna sem var í þeim deilum. Ég var í samninganefnd VR á þessum tíma og man vel hversu mikil harka var í viðræðunum og öllum áróðrinum sem á okkur dundi. Sem fyrr var þetta eina leiðin, boðun aðgerða, til að fá SA og aðra viðsemjendur að samningaborðinu, af einhverri alvöru. Það sama var uppi á teningnum árið 2019, í aðdraganda Lífskjarasamninganna. Mikil harka var í deilunni og orðræðan með ólíkindum óvægin í garð okkar sem stóðum í forsvari fyrir félögin sem leiddu viðræðurnar. Við vorum úthrópuð kolruglað lið sem væri á góðri leið með að setja hagkerfið á hliðina og vildi bara í átök átakanna vegna. Að kröfur okkar væru sturlaðar! Þið vonandi munið þetta allt saman, internetið gerir það allavega. Deilan endaði með því að boðað var til verkfallsaðgerða. Það var eina leiðin til að fá SA að borðinu. Það var ekkert að frétta fram að þeim tímapunkti fyrr en verkföll voru hafin en þá var fyrst hægt að hefja lausnamiðað samtal af einhverri alvöru og samningar vöru í höfn stuttu síðar. Án þess að fara dýpra í söguna þá er það nú bara þannig að stéttarfélögum er sjaldnast sýnd virðing og raunverulegur samningsvilji nema gripið sé til aðgerða. Það er reglan frekar en undantekning. Þannig þarf ekki að fara langt aftur til að hrekja mikið af því sem fullyrt er og fengið hefur rými í fjölmiðlum sem eitthvað fordæmalaust þegar um augljósar rangfærslur er að ræða. Því er einnig haldið fram að útilokað sé fyrir einn hóp að fá meira en annar og allir samningar þurfi að vera eins? Það er fráleitt að halda þessu fram. Nýsamþykktir samningar VR/LÍV voru með töluvert öðrum hætti en SGS. Og samningur samflots iðnaðarmanna tók tillit til þátta er snéru að vinnutíma og iðnnemataxta sem voru ekki í samningum VR. Sama var uppi á teningnum 2019 þegar VR var með aðra útfærslu á sínum samningum er snéru t.d. að styttingu vinnuvikunnar og leiðréttingu á launahlutfalls skerðingum 18 til 20 ára svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að vera í bandalagi með öðrum þá var tekið tillit til ólíkra þarfa okkar félagsfólks og samsetningar okkar félags. Sagan kennir okkur að kjarabarátta flestra stétta skiptir okkur öll máli. Kjarabætur eða mikilvæg réttindi sem eitt stéttarfélag eða hópur fær umfram aðra ryður brautina fyrir þau sem á eftir koma. Alveg eins og þegar verkamannafélögin, fátækasta fólkið, fengu atvinnuleysistryggingar með einum hörðustu verkfallsaðgerðum sögunnar, verkföllunum 1955. En í þeim samningum valdi verslunarfólkið lífeyrissjóð í stað atvinnuleysistrygginga, sem komu svo síðar og öfugt. Það njóta allir góðs af hvoru tveggja í dag. Í kjarasamningunum 2019 var samið um krónutöluhækkanir. Mörg dæmi eru um að aðrar stéttir komu á eftir og gerðu samninga sem umbreyttu krónutölum á lægstu launin yfir í prósentur og fengu þannig meira, og er kallað því ágæta nafni launaskrið. VR samdi um hreina styttingu vinnuvikunnar og ruddi þannig brautina fyrir opinberu félögin sem fengu enn meiri styttingu en við og 30 daga orlof á alla. Þessi árangur opinberu félaganna eru meðal helstu krafna VR í yfirstandandi kjaraviðræðum um langtíma kjarasamning eða 32 stunda vinnuvika og 30 daga orlof á alla VR félaga. Það væri of langt mál, kannski efni í annan pistil, að fara yfir ofurlaun forstjóranna, arðgreiðslur, bónusa og kauprétti handa þeim sem hæst gala gegn sjálfsögðum, mikilvægum og nauðsynlegum rétti stéttarfélaga til sjálfstæðra samninga og verkfallsaðgerða. Þeir stjórnmálamenn sem hafa tjáð sig um stöðuna með neikvæðum hætti gagnvart verkalýðshreyfingunni og talað um mikilvægi þess að skerða verkfallsréttinn og þrengja að félagsaðild ættu að rifja upp ákvörðun kjararáðs þegar laun þeirra, þingfararkaup, voru hækkuð um 45% á einu bretti árið 2016 eða úr 762.940 kr. í 1.101.194 kr. Þingfararkaup alþingismanna er frá 1. júlí 2022: Kr. 1.345.582.- og hefur hækkað um 582.642 í krónum talið frá árinu 2016. Ætla má að þingfararkaupið hækki svo enn meira við næstu endurskoðun í júlí næstkomandi og verði hækkunin í litlu eða engu samræmi við það sam samið var um á almennum markaði. Ég er ekki viss um að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugsi mikið um þessa staðreynd þegar gasprað er um að það sama þurfi að ganga yfir alla. Á sama tíma hafa stjórnvöld virt að vettugi grunnskyldur sínar gagnvart almannahag. Heilbrigðiskerfið er í molum, hrikaleg staða er á húsnæðismarkaði og leigumarkaðurinn vígvöllur fjárfesta gegn varnarlausu fólki. Afborganir húsnæðislána hafa nær tvöfaldast og svar stjórnvalda er að hækka gjöld og aðrar álögur enn frekar. Staðan versnar bara og versnar. Á sama tíma hækka fyrirtækin og bankarnir arðsemiskröfur sínar og skila metafkomu og ekkert lát virðist vera þar á. Er þetta ekki grundvallar vandamálið í okkar samfélagi eða er það verkalýðshreyfingin? Á meðan fjölmiðlar eru uppfullir af fyrirsögnum um persónur og leikendur í orðræðufarsa, um hver sagði hvað og hverjir svöruðu fullum hálsi, virðist lítið fara fyrir því sem máli skiptir og af hverju þessi staða er uppi og hverjir bera ábyrgðina. Af hverju er verka og láglaunafólk að kjósa með því að leggja niður störf? Er það vegna þess að það er illa upplýst og veit ekki um hvað málið snýst? Eða getur verið að aðgerðir og aðgerðarleysi Ríkisstjórnarinnar, arðsemiskrafa og hagnaður bankanna og fyrirtækjanna, okur leigufélaganna, nær tvöföldun á greiðslubyrði lána eða hækkun verðlags og opinberra gjalda hafi eitthvað að segja? Að það sé fjarlægur möguleiki á því að aðrar ástæður séu fyrir því en botnlaus frekja og þekkingaleysi, sem er að sliga fólkið í landinu, og það sé komið á þann stað að vilja stíga niður fæti? Eigum við ekki frekar að spyrja: Hvernig samfélag viljum við byggja hér upp og hvernig ætlum við að ná því markmiði? Hvernig væri að snúa orðræðunni að því sem er raunverulega að í okkar samfélagi? Græðgin og spillingin fær auðvitað lítið rými, lausnir og sanngirni enn minna ef hægt er að fylla fjölmiðla af átökum og sundrung innan okkar eigin raða. Setja okkur í fylkingar og lið til að afvegaleiða umræðuna frá kjarna málsins. En það er auðvitað tilgangurinn. Af hverju tölum við ekki um stöðu einstæðra foreldra sem fengu hækkun á leigu upp á 80 þúsund á mánuði, að viðbættri vísitöluhækkun, frá leigufélaginu sínu og þarf að flytja með börnin frá vinum og fjölskyldu í annað sveitarfélag, eða annað hverfi, í annan grunnskóla, og ekki í fyrsta skipti, af því að eigendum leigufélagsins, þeim sömu og mokað hafa styrkjum til stjórnarflokkanna, fannst þeir ekki græða nóg? Af hverju tölum við ekki um þegar barnið handleggsbrotnaði og þurfti að bíða í sex klukkutíma á slysó innan um fárveikt fólk sem var búið að bíða miklu lengur en þú og er svo látið liggja á göngum innan um örmagna heilbrigðisstarfsfólk? Af hverju tölum við ekki um greiðslubyrðina á húsnæðilánunum sem hefur nær tvöfaldast og hvert þeir peningar fara? Eða gjaldskrárhækkanir hins opinbera og hækkandi verðlag og hvernig við ætlum fólki sem nær ekki endum saman að standa undir þeim hækkunum. Af hverju tölum við ekki um þann raunverulega, og gríðarlega, fyrirsjáanlega vanda sem blasir við þúsundum heimila þegar fastir vextir á húsnæðislánum renna sitt skeið? Hvað ætlum við að gera þá? Auka valdheimildir Ríkissáttasemjara og þrengja að félagsaðild stéttarfélaga? Eða botnfrosinn og vanræktan húsnæðismarkað. Og að börnin okkar munu líklega aldrei njóta þeirra forréttinda að eignast þak yfir höfuðið án aðstoðar frá aflögufærum foreldrum. Verkalýðshreyfingin getur brugðist við verðbólguskoti og hækkandi verðlagi en það er útilokað mál að bregðast við öllu því sem á launafólki dynur nú um stundir með launaliðnum einum saman. Til þess þarf aðgerðir, raunverulegar aðgerðir, og þó ekki væri nema skilningsvott af hálfu stjórnvalda um hversu grafalvarleg staðan er orðin og mun verða hjá megin þorra þjóðarinnar ef ekkert verður að gert. Kjarabaráttan snýst um sanngirni og réttlæti. Ekki persónur og leikendur. Kjarabaráttan snýst um að komast af og geta lifað með mannlegri reisn. Ekki hver sagði hvað og hver svaraði fullum hálsi. Prófaðu að taka persónur út fyrir sviga og mátaðu þig inn í raunveruleika þeirra sem vinna fulla vinnu á lægstu launum. Prófaðu að setja þig í spor þeirra sem fengu 80 þúsund króna hækkun á leigu eða tvöfaldaðu afborgunina af húsnæðisláninu, ef það hefur ekki hækkað nú þegar, og reiknaðu stöðu þína út frá því. Setjum okkur í spor þeirra sem þurfa að segja börnunum sínum að nú þurfi að flytja í nýtt hverfi eða sveitarfélag vegna þess að endar ná ekki saman. Setjum okkur í spor þeirra sem eru að sinna fárveikum foreldrum eða börnum í fjársveltu biðlistakerfi. Setjum okkur í þessi spor og tjáum okkur um stöðuna út frá því og hverju er um að kenna. Að lokum. Stjórn og samninganefnd VR gerði enga kröfu um það hvernig samið yrði við önnur félög í nýgerðum kjarasamningi VR við SA. Og það er einlæg von mín að SA og Efling nái að leysa ágreining sinn og ná góðum og sanngjörnum kjarasamningum sem allra fyrst. Til allra þeirra fjölmörgu stéttarfélaga sem enn eru með lausa samninga eða við það að losna sendi ég baráttukveðjur og skora um leið á viðsemjendur þeirra, og stjórnvöld sérstaklega, að VAKNA!!! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson Skoðun Eru konur betri en karlar? Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Burðarásar samfélagsins skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Þó staðan sé um margt fordæmalaus eftir boðun verkbanns SA í kjardeilu Eflingar hefur margt verið sagt og margar fullyrðingar settar fram sem standast litla sem enga skoðun. Eins og þær að þeir samningar sem gengið hefur verið frá á almennum vinnumarkaði, móti í einu og öllu það sem er í boði fyrir aðra, og það gefið í skyn að SA séu bundið trúnaði við þau verkalýðsfélög sem skrifað hafa undir samninga, og það hafi verið gert að okkar frumkvæði. Engar kröfur um slíkt voru settar fram og ekkert slíkt samkomulag var gert. Það hljóta allir að skilja að stéttarfélag sem gengur frá kjarasamningi hefur ekkert umboð eða vald til að binda önnur félög af því sama. Það er því alfarið á ábyrgð viðsemjandans að halda slíku fram og til streitu. Einnig er látið að því liggja að verkfallsaðgerðir séu fordæmalaus nálgun stéttarfélaga við að ná fram nauðsynlegum kjarabótum. Ef við byrjum á þeim meinta trúnaði sem SA heldur til haga virðist sá trúnaður eingöngu takmarkast við stöðu þeirra sem lægst hafa launin og beinast sérstaklega gegn einu stéttarfélagi. Staðreyndin er sú að í þeim kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðastliðin ár hefur lítið farið fyrir þessum meinta trúnaði hins opinbera og SA þegar aðrar stéttir ganga fram á eftir okkur. Árið 2015 boðuðu VR og SGS til verkfallsaðgerða sem áttu að enda með allsherjarverkföllum. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með tæplega 60% atkvæða hjá VR en með 95% atkvæða hjá SGS. Flest félög boðuðu aðgerðir á þessum tíma eða fóru í verkföll. BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands og fleiri og fleiri félög sem nú eru að hefja sínar kjaraviðræður. Ég hvet fólk til að vafra um netið og kynna sér orðræðuna og hörkuna sem var í þeim deilum. Ég var í samninganefnd VR á þessum tíma og man vel hversu mikil harka var í viðræðunum og öllum áróðrinum sem á okkur dundi. Sem fyrr var þetta eina leiðin, boðun aðgerða, til að fá SA og aðra viðsemjendur að samningaborðinu, af einhverri alvöru. Það sama var uppi á teningnum árið 2019, í aðdraganda Lífskjarasamninganna. Mikil harka var í deilunni og orðræðan með ólíkindum óvægin í garð okkar sem stóðum í forsvari fyrir félögin sem leiddu viðræðurnar. Við vorum úthrópuð kolruglað lið sem væri á góðri leið með að setja hagkerfið á hliðina og vildi bara í átök átakanna vegna. Að kröfur okkar væru sturlaðar! Þið vonandi munið þetta allt saman, internetið gerir það allavega. Deilan endaði með því að boðað var til verkfallsaðgerða. Það var eina leiðin til að fá SA að borðinu. Það var ekkert að frétta fram að þeim tímapunkti fyrr en verkföll voru hafin en þá var fyrst hægt að hefja lausnamiðað samtal af einhverri alvöru og samningar vöru í höfn stuttu síðar. Án þess að fara dýpra í söguna þá er það nú bara þannig að stéttarfélögum er sjaldnast sýnd virðing og raunverulegur samningsvilji nema gripið sé til aðgerða. Það er reglan frekar en undantekning. Þannig þarf ekki að fara langt aftur til að hrekja mikið af því sem fullyrt er og fengið hefur rými í fjölmiðlum sem eitthvað fordæmalaust þegar um augljósar rangfærslur er að ræða. Því er einnig haldið fram að útilokað sé fyrir einn hóp að fá meira en annar og allir samningar þurfi að vera eins? Það er fráleitt að halda þessu fram. Nýsamþykktir samningar VR/LÍV voru með töluvert öðrum hætti en SGS. Og samningur samflots iðnaðarmanna tók tillit til þátta er snéru að vinnutíma og iðnnemataxta sem voru ekki í samningum VR. Sama var uppi á teningnum 2019 þegar VR var með aðra útfærslu á sínum samningum er snéru t.d. að styttingu vinnuvikunnar og leiðréttingu á launahlutfalls skerðingum 18 til 20 ára svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að vera í bandalagi með öðrum þá var tekið tillit til ólíkra þarfa okkar félagsfólks og samsetningar okkar félags. Sagan kennir okkur að kjarabarátta flestra stétta skiptir okkur öll máli. Kjarabætur eða mikilvæg réttindi sem eitt stéttarfélag eða hópur fær umfram aðra ryður brautina fyrir þau sem á eftir koma. Alveg eins og þegar verkamannafélögin, fátækasta fólkið, fengu atvinnuleysistryggingar með einum hörðustu verkfallsaðgerðum sögunnar, verkföllunum 1955. En í þeim samningum valdi verslunarfólkið lífeyrissjóð í stað atvinnuleysistrygginga, sem komu svo síðar og öfugt. Það njóta allir góðs af hvoru tveggja í dag. Í kjarasamningunum 2019 var samið um krónutöluhækkanir. Mörg dæmi eru um að aðrar stéttir komu á eftir og gerðu samninga sem umbreyttu krónutölum á lægstu launin yfir í prósentur og fengu þannig meira, og er kallað því ágæta nafni launaskrið. VR samdi um hreina styttingu vinnuvikunnar og ruddi þannig brautina fyrir opinberu félögin sem fengu enn meiri styttingu en við og 30 daga orlof á alla. Þessi árangur opinberu félaganna eru meðal helstu krafna VR í yfirstandandi kjaraviðræðum um langtíma kjarasamning eða 32 stunda vinnuvika og 30 daga orlof á alla VR félaga. Það væri of langt mál, kannski efni í annan pistil, að fara yfir ofurlaun forstjóranna, arðgreiðslur, bónusa og kauprétti handa þeim sem hæst gala gegn sjálfsögðum, mikilvægum og nauðsynlegum rétti stéttarfélaga til sjálfstæðra samninga og verkfallsaðgerða. Þeir stjórnmálamenn sem hafa tjáð sig um stöðuna með neikvæðum hætti gagnvart verkalýðshreyfingunni og talað um mikilvægi þess að skerða verkfallsréttinn og þrengja að félagsaðild ættu að rifja upp ákvörðun kjararáðs þegar laun þeirra, þingfararkaup, voru hækkuð um 45% á einu bretti árið 2016 eða úr 762.940 kr. í 1.101.194 kr. Þingfararkaup alþingismanna er frá 1. júlí 2022: Kr. 1.345.582.- og hefur hækkað um 582.642 í krónum talið frá árinu 2016. Ætla má að þingfararkaupið hækki svo enn meira við næstu endurskoðun í júlí næstkomandi og verði hækkunin í litlu eða engu samræmi við það sam samið var um á almennum markaði. Ég er ekki viss um að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugsi mikið um þessa staðreynd þegar gasprað er um að það sama þurfi að ganga yfir alla. Á sama tíma hafa stjórnvöld virt að vettugi grunnskyldur sínar gagnvart almannahag. Heilbrigðiskerfið er í molum, hrikaleg staða er á húsnæðismarkaði og leigumarkaðurinn vígvöllur fjárfesta gegn varnarlausu fólki. Afborganir húsnæðislána hafa nær tvöfaldast og svar stjórnvalda er að hækka gjöld og aðrar álögur enn frekar. Staðan versnar bara og versnar. Á sama tíma hækka fyrirtækin og bankarnir arðsemiskröfur sínar og skila metafkomu og ekkert lát virðist vera þar á. Er þetta ekki grundvallar vandamálið í okkar samfélagi eða er það verkalýðshreyfingin? Á meðan fjölmiðlar eru uppfullir af fyrirsögnum um persónur og leikendur í orðræðufarsa, um hver sagði hvað og hverjir svöruðu fullum hálsi, virðist lítið fara fyrir því sem máli skiptir og af hverju þessi staða er uppi og hverjir bera ábyrgðina. Af hverju er verka og láglaunafólk að kjósa með því að leggja niður störf? Er það vegna þess að það er illa upplýst og veit ekki um hvað málið snýst? Eða getur verið að aðgerðir og aðgerðarleysi Ríkisstjórnarinnar, arðsemiskrafa og hagnaður bankanna og fyrirtækjanna, okur leigufélaganna, nær tvöföldun á greiðslubyrði lána eða hækkun verðlags og opinberra gjalda hafi eitthvað að segja? Að það sé fjarlægur möguleiki á því að aðrar ástæður séu fyrir því en botnlaus frekja og þekkingaleysi, sem er að sliga fólkið í landinu, og það sé komið á þann stað að vilja stíga niður fæti? Eigum við ekki frekar að spyrja: Hvernig samfélag viljum við byggja hér upp og hvernig ætlum við að ná því markmiði? Hvernig væri að snúa orðræðunni að því sem er raunverulega að í okkar samfélagi? Græðgin og spillingin fær auðvitað lítið rými, lausnir og sanngirni enn minna ef hægt er að fylla fjölmiðla af átökum og sundrung innan okkar eigin raða. Setja okkur í fylkingar og lið til að afvegaleiða umræðuna frá kjarna málsins. En það er auðvitað tilgangurinn. Af hverju tölum við ekki um stöðu einstæðra foreldra sem fengu hækkun á leigu upp á 80 þúsund á mánuði, að viðbættri vísitöluhækkun, frá leigufélaginu sínu og þarf að flytja með börnin frá vinum og fjölskyldu í annað sveitarfélag, eða annað hverfi, í annan grunnskóla, og ekki í fyrsta skipti, af því að eigendum leigufélagsins, þeim sömu og mokað hafa styrkjum til stjórnarflokkanna, fannst þeir ekki græða nóg? Af hverju tölum við ekki um þegar barnið handleggsbrotnaði og þurfti að bíða í sex klukkutíma á slysó innan um fárveikt fólk sem var búið að bíða miklu lengur en þú og er svo látið liggja á göngum innan um örmagna heilbrigðisstarfsfólk? Af hverju tölum við ekki um greiðslubyrðina á húsnæðilánunum sem hefur nær tvöfaldast og hvert þeir peningar fara? Eða gjaldskrárhækkanir hins opinbera og hækkandi verðlag og hvernig við ætlum fólki sem nær ekki endum saman að standa undir þeim hækkunum. Af hverju tölum við ekki um þann raunverulega, og gríðarlega, fyrirsjáanlega vanda sem blasir við þúsundum heimila þegar fastir vextir á húsnæðislánum renna sitt skeið? Hvað ætlum við að gera þá? Auka valdheimildir Ríkissáttasemjara og þrengja að félagsaðild stéttarfélaga? Eða botnfrosinn og vanræktan húsnæðismarkað. Og að börnin okkar munu líklega aldrei njóta þeirra forréttinda að eignast þak yfir höfuðið án aðstoðar frá aflögufærum foreldrum. Verkalýðshreyfingin getur brugðist við verðbólguskoti og hækkandi verðlagi en það er útilokað mál að bregðast við öllu því sem á launafólki dynur nú um stundir með launaliðnum einum saman. Til þess þarf aðgerðir, raunverulegar aðgerðir, og þó ekki væri nema skilningsvott af hálfu stjórnvalda um hversu grafalvarleg staðan er orðin og mun verða hjá megin þorra þjóðarinnar ef ekkert verður að gert. Kjarabaráttan snýst um sanngirni og réttlæti. Ekki persónur og leikendur. Kjarabaráttan snýst um að komast af og geta lifað með mannlegri reisn. Ekki hver sagði hvað og hver svaraði fullum hálsi. Prófaðu að taka persónur út fyrir sviga og mátaðu þig inn í raunveruleika þeirra sem vinna fulla vinnu á lægstu launum. Prófaðu að setja þig í spor þeirra sem fengu 80 þúsund króna hækkun á leigu eða tvöfaldaðu afborgunina af húsnæðisláninu, ef það hefur ekki hækkað nú þegar, og reiknaðu stöðu þína út frá því. Setjum okkur í spor þeirra sem þurfa að segja börnunum sínum að nú þurfi að flytja í nýtt hverfi eða sveitarfélag vegna þess að endar ná ekki saman. Setjum okkur í spor þeirra sem eru að sinna fárveikum foreldrum eða börnum í fjársveltu biðlistakerfi. Setjum okkur í þessi spor og tjáum okkur um stöðuna út frá því og hverju er um að kenna. Að lokum. Stjórn og samninganefnd VR gerði enga kröfu um það hvernig samið yrði við önnur félög í nýgerðum kjarasamningi VR við SA. Og það er einlæg von mín að SA og Efling nái að leysa ágreining sinn og ná góðum og sanngjörnum kjarasamningum sem allra fyrst. Til allra þeirra fjölmörgu stéttarfélaga sem enn eru með lausa samninga eða við það að losna sendi ég baráttukveðjur og skora um leið á viðsemjendur þeirra, og stjórnvöld sérstaklega, að VAKNA!!! Höfundur er formaður VR.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun