Björn Bjarnason hundskammar Moggamenn Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2023 14:14 Björn Bjarnason og Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins. Birni brá þegar hann sá langa grein eftir sendiherra Rússa í Mogganum í gær, grein sem gengur harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins, að mati Björns. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, hundskammar Morgunblaðið fyrir að hafa birt athugasemdalaust grein eftir Mikhael Noskov, sendiherra Rússa sem Björn segir lygaþvætting. Björn Bjarnason, sem var um áratugaskeið afar handgenginn Davíð Oddssyni, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á hinum pólitíska vettvangi, hundskammar blaðið í pistil sem hann birtir á heimasíðu sinni. En Björn hefur löngum verið talinn einn helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Áður en að ákúrum Björns gagnvart Morgunblaðinu kemur rekur hann það hvernig Rússar hafi farið offari á alþjóðavettvangi, Rússland sé jafnvel lokaðara Sovétríkin voru á sínum tíma og ýmis ríki hafi gripið til þess að reka sendiráðsfulltrúa úr landi vegna undirróðursstarfsemi og njósna. Hann telur einsýnt að Íslendingar eigi að reka sendiherra Rússa af landi brott. „Hér heyrist hvorki hósti né stuna frá íslenskum stjórnvöldum þótt Mikhail Noskov, sendiherra Rússa, fari móðgandi orðum um utanríkisráðherra Íslands og rægi Íslendinga og íslenskt samfélag í rússneskum fjölmiðlum.“ Birni brá í brún þegar hann fletti Morgunblaðinu í gær og sá sér til skelfingar grein eftir sendiherra Rússa, grein sem gengur að sögn Björns harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins: Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.skjáskot Steininn tók þó úr hvað langlundargeð Björns gagnvart Rússum varðar þegar hann opnaði Morgunblað sitt í gær. Þar blasti við grein eftir Roskov. „Í tilefni af ársafmæli blóðugrar og grimmdarlegrar innrásar Rússa í Úkraínu birti Morgunblaðið miðvikudaginn 22. febrúar ómerkilega áróðursgrein eftir þennan rússneska sendiherra. Greinin brýtur ekki aðeins allar reglur blaðsins um lengd aðsendra greina heldur gengur hún harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins. Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.“ Björn lýkur pistli sínum á að segja að verðugt væri að „minnast eins árs afmælis stríðs Rússa með því að skipa sendiherranum að yfirgefa Ísland. Hlutverk hans er ekki að virða fullveldi Íslands heldur að grafa undan því og friði í okkar heimshluta.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Utanríkismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Björn Bjarnason, sem var um áratugaskeið afar handgenginn Davíð Oddssyni, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á hinum pólitíska vettvangi, hundskammar blaðið í pistil sem hann birtir á heimasíðu sinni. En Björn hefur löngum verið talinn einn helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Áður en að ákúrum Björns gagnvart Morgunblaðinu kemur rekur hann það hvernig Rússar hafi farið offari á alþjóðavettvangi, Rússland sé jafnvel lokaðara Sovétríkin voru á sínum tíma og ýmis ríki hafi gripið til þess að reka sendiráðsfulltrúa úr landi vegna undirróðursstarfsemi og njósna. Hann telur einsýnt að Íslendingar eigi að reka sendiherra Rússa af landi brott. „Hér heyrist hvorki hósti né stuna frá íslenskum stjórnvöldum þótt Mikhail Noskov, sendiherra Rússa, fari móðgandi orðum um utanríkisráðherra Íslands og rægi Íslendinga og íslenskt samfélag í rússneskum fjölmiðlum.“ Birni brá í brún þegar hann fletti Morgunblaðinu í gær og sá sér til skelfingar grein eftir sendiherra Rússa, grein sem gengur að sögn Björns harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins: Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.skjáskot Steininn tók þó úr hvað langlundargeð Björns gagnvart Rússum varðar þegar hann opnaði Morgunblað sitt í gær. Þar blasti við grein eftir Roskov. „Í tilefni af ársafmæli blóðugrar og grimmdarlegrar innrásar Rússa í Úkraínu birti Morgunblaðið miðvikudaginn 22. febrúar ómerkilega áróðursgrein eftir þennan rússneska sendiherra. Greinin brýtur ekki aðeins allar reglur blaðsins um lengd aðsendra greina heldur gengur hún harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins. Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.“ Björn lýkur pistli sínum á að segja að verðugt væri að „minnast eins árs afmælis stríðs Rússa með því að skipa sendiherranum að yfirgefa Ísland. Hlutverk hans er ekki að virða fullveldi Íslands heldur að grafa undan því og friði í okkar heimshluta.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Utanríkismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira