Sindri Sindrason skellti sér í heimsókn til Arnars og mátti sjá afraksturinn í síðasta þætti af Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöldi.
Eignin var áður alfarið í útleigu á AirBnB og því þurfti parið að taka til hendinni þegar hún var keypt.
Allt var endurnýjað og er útkoman einstaklega falleg. Það sem gerir íbúðina einstaka eru svalir uppi á þaki hússins og það verður að segja að svalirnar eru ólíkari en allar aðrar.