Fyrr í vikunni var greint frá því að flugvélin, sem var á leið til Manila, höfuðborgar Filippseyja, hafi horfið á laugardag. Með aðstoð dróna tókst svo að finna flak vélarinnar á eldfjallinu Mayon. Eldfjallið er óvirkt en gaus síðast árið 2018.
Um var að ræða Cessna 340-flugvél en hvers vegna hún brotlenti er ekki vitað. Fjórir menn voru um borð í vélinni, allir starfsmenn filippseyska jarðhitafyrirtækisins Manila Development Corp.
Fjölmargir hafa tekið þátt í leitinni að mönnunum síðustu daga og mun nú björgunarteymi koma líkum mannanna niður af fjallinu.