Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík, binda hann vatni og dæla honum djúpt ofan í jörðina til bindingar. Vísir/Vilhelm Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. Coda Terminal, dótturfélag Carbfix, hyggst reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að hefja rekstur árið 2026. Henni er ætlað að taka við koltvísýringi á vökvaformi frá Norður-Evrópu, leysa hann upp í vatni og dæla hundruð metra ofan í jörðina þar sem hann steinrennur á fáum árum. Þegar stöðin verður fullbyggð eigi hún að geta tekið við og fargað allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Fjöldi umsagna hefur borist vegna umhverfismatsáætlunar verkefnisins og snúast þær margar um gríðarlega vatnsnotkun miðstöðvarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir þannig á hún þurfi 75 milljarða lítra af vatni árlega til þess að dæla niður þremur milljónum tonna af koltvísýringi, að því er segir í frétt Heimildarinnar. Flæði í ferskvatnsstraumnum sem ætlunin er að sækja vatnið í er metið á um 5.000 lítra á sekúndu. Förgunarmiðstöðin þurfi um 2.500 lítra á sekúndu. Orkustofnun bendir á að það sé meira en tvöföld grunnvatnsupptaka alls höfuðborgarsvæðisins sem sé um 1.200 lítrar á sekúndu. Kaldavatnsnotkun í Reykjavík sé um 700 lítrar á sekúndu. Ekki í samkeppni við vatnsnotkun almennings Þrátt fyrir að Coda Terminal kalli á mikla vatnsnotkun verður allt vatnið tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík og því verður öllu skilað aftur ofan í jörðina á sama svæði en á meira dýpri, að því er segir í skriflegu svari Carbfix við fyrirspurn Vísis. Vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né úr grunnvatnsstraumi sem sé á leið í vatnsból. Ekki standi til að miðstöðin verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir að rannsóknir vegna umhverfismats beinist meðal annars að hversu því að hversu miklu leyti vatnið sem dælt sé dýrpra niður í jörðina skili sér aftur í ferskvatnsstrauminn sem það verður tekið úr. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix.Carbfix Engu að síður viðurkennir fyrirtækið að óumdeilt sé að verkefnið kalli á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum enda geti vatnstakan mögulega haft margvísleg áhrif. Náttúrufræðistofnun benti meðal annars á möguleg áhrif á grunnvatnsstreymið, ferskvatnstjarnir og útstreymi ferskvatns í Straumsvik. Sjávarfallatjarnir við Straumsvík væru þannig einstæði náttúrufyrirbrigði. Orkustofnun vísaði til þess að aðstæður á Reykjanesi væri sérstakar og nefndi að þunn ferskvatnslinsa fljóti þar ofan á jarðsjó. Oftaka á vatni gæti leitt til þess að saltvatn risi upp og skaðaði varanlega vatnsgæði á svæðinu. „Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti. Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun,“ segir í svari Carbfix. Hefja tilraunir með sjó í stað ferskvatns Niðurdæling koltvísýring byggist á tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið segir að það ætli að hefja tilraunir með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingarinnar í Helguvík á þessu ári. Sterkar vísbendingar séu um að það sé hægt. „Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix-tækninnar,“ segir í svari fyrirtækisins. Umhverfismál Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Coda Terminal, dótturfélag Carbfix, hyggst reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að hefja rekstur árið 2026. Henni er ætlað að taka við koltvísýringi á vökvaformi frá Norður-Evrópu, leysa hann upp í vatni og dæla hundruð metra ofan í jörðina þar sem hann steinrennur á fáum árum. Þegar stöðin verður fullbyggð eigi hún að geta tekið við og fargað allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Fjöldi umsagna hefur borist vegna umhverfismatsáætlunar verkefnisins og snúast þær margar um gríðarlega vatnsnotkun miðstöðvarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir þannig á hún þurfi 75 milljarða lítra af vatni árlega til þess að dæla niður þremur milljónum tonna af koltvísýringi, að því er segir í frétt Heimildarinnar. Flæði í ferskvatnsstraumnum sem ætlunin er að sækja vatnið í er metið á um 5.000 lítra á sekúndu. Förgunarmiðstöðin þurfi um 2.500 lítra á sekúndu. Orkustofnun bendir á að það sé meira en tvöföld grunnvatnsupptaka alls höfuðborgarsvæðisins sem sé um 1.200 lítrar á sekúndu. Kaldavatnsnotkun í Reykjavík sé um 700 lítrar á sekúndu. Ekki í samkeppni við vatnsnotkun almennings Þrátt fyrir að Coda Terminal kalli á mikla vatnsnotkun verður allt vatnið tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík og því verður öllu skilað aftur ofan í jörðina á sama svæði en á meira dýpri, að því er segir í skriflegu svari Carbfix við fyrirspurn Vísis. Vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né úr grunnvatnsstraumi sem sé á leið í vatnsból. Ekki standi til að miðstöðin verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir að rannsóknir vegna umhverfismats beinist meðal annars að hversu því að hversu miklu leyti vatnið sem dælt sé dýrpra niður í jörðina skili sér aftur í ferskvatnsstrauminn sem það verður tekið úr. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix.Carbfix Engu að síður viðurkennir fyrirtækið að óumdeilt sé að verkefnið kalli á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum enda geti vatnstakan mögulega haft margvísleg áhrif. Náttúrufræðistofnun benti meðal annars á möguleg áhrif á grunnvatnsstreymið, ferskvatnstjarnir og útstreymi ferskvatns í Straumsvik. Sjávarfallatjarnir við Straumsvík væru þannig einstæði náttúrufyrirbrigði. Orkustofnun vísaði til þess að aðstæður á Reykjanesi væri sérstakar og nefndi að þunn ferskvatnslinsa fljóti þar ofan á jarðsjó. Oftaka á vatni gæti leitt til þess að saltvatn risi upp og skaðaði varanlega vatnsgæði á svæðinu. „Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti. Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun,“ segir í svari Carbfix. Hefja tilraunir með sjó í stað ferskvatns Niðurdæling koltvísýring byggist á tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið segir að það ætli að hefja tilraunir með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingarinnar í Helguvík á þessu ári. Sterkar vísbendingar séu um að það sé hægt. „Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix-tækninnar,“ segir í svari fyrirtækisins.
Umhverfismál Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01