Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Þúsundir mann fylgdust með ræðu Joe Biden í Varsjá í dag þar sem hann sagði grimmd einræðisins aldrei geta sigrað þá sem elskuðu frelsið. AP/Michal Dyjuk Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. Vladimir Putin forseti Rússlands var á kunnuglegum slóðum í ávarpi sínu til beggja deilda rússneska þingsins og hersins í dag. Rússar ættu ekki í baráttu við almenning í Úkraínu sem óskaði þess að vera frelsað af Rússum frá árásarstríði Vesturlanda gegn Rússlandi. Þingmenn og yfirmenn hersins hlustuðu á tæplega tveggja tíma ræðu Rússlandsforseta um illsku Vesturlanda og sakleysi Rússa og ást þeirra á almenningi í Úkraínu.AP/Sergei Savostyanov „Almenningur í Úkraínu er í gíslingu stjórnarinnar í Kænugarði og vestrænna meistara hennar, sem hafa í raun hertekið landið pólitískt, hernaðarlega og efnahagslega,“ sagði Putin í ávarpi sínu. Þessum öflum væri sama um fólkið í Úkraínu og hefði búið það til slátrunar. „Þetta er sorglegt og maður hræðist að tala um það. En þetta er staðreynd,“ sagði Rússlandsforseti og uppskar mikið klapp. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á tugi þúsunda rússneskra hermanna sem hafa fallið í innrás hans í Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni standa að baki Úkraínu allt til sigurs.AP/Evan Vucci Það kvað við allt annan tón í ávarpi Joe Biden Bandaríkjaforseta í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. „Fyrir einu ári óttaðist heimurinn að Kænugarður myndi falla. Ég er nýkominn úr heimsókn til Kænugarðs og ég get sagt ykkur að borgin stendur sterk. Kænugarður stendur með stolti og það sem mestu máli skiptir borgin er frjáls,“ sagði Biden. Putin segir Vesturlönd hins vegar hafa byrjað stríðið og þau ætli sér að gereyða Rússlandi. Breyta staðbundnum átökum í alheimsátök. Biden segir Rússlandsforseta hins vegar hafa misreiknað sig. „Hann hélt að NATO myndi koðna niður og sundrast. Þess í stað er NATO sameinaðra og þar er meiri samstaða en nokkru sinni áður. Hann hélt að hann gæti beitt orkunni sem vopni, og beygt Evrópu. Þess í stað vinnum við saman að því að gera Evrópu óháða jarðefnaeldsneyti frá Rússum,“ sagði Biden. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd ekki hafa upp á annað að bjóða en úrkynjun. Þau hafi gert árás á Rússland og beri ábyrgð á stríðinu. AP/(Mikhail Metzel Putin segir Vesturlönd hins vegar gera sér grein fyrir að þau geti ekki sigrað Rússland á vígvellinum. Þau beittu því upplýsingaóreiðu og sögulegum lygum. Svo læddi hann að sannleikskorni um Vesturlönd, eða hvað? „Sjáið hvað Vesturlönd gera sínu eigin fólki. Niðurrif fjölskyldunnar, menningarlegra og þjóðlegra gilda, öfuguggaháttinn, misnotkun á börnum vegna barnagirndar sem lýst er sem eðlilegum hluta af lífi þeirra,“ sagði Putin um hin siðspilltu Vesturlönd. „Einræðisherra sem ætlar að byggja heimsveldi getur aldrei dregið úr ást fólksins á frelsinu. Grimmd mun aldrei mylja mátt hinn frjálsu og Rússar munu aldrei hafa sigur í Úkraínu,“ sagði Joe Biden við mikinn fögnuðalmennings og forystufólks frá Póllandi og víðar sem var á staðnum til að hlusta á ávarp hans. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Pólland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands var á kunnuglegum slóðum í ávarpi sínu til beggja deilda rússneska þingsins og hersins í dag. Rússar ættu ekki í baráttu við almenning í Úkraínu sem óskaði þess að vera frelsað af Rússum frá árásarstríði Vesturlanda gegn Rússlandi. Þingmenn og yfirmenn hersins hlustuðu á tæplega tveggja tíma ræðu Rússlandsforseta um illsku Vesturlanda og sakleysi Rússa og ást þeirra á almenningi í Úkraínu.AP/Sergei Savostyanov „Almenningur í Úkraínu er í gíslingu stjórnarinnar í Kænugarði og vestrænna meistara hennar, sem hafa í raun hertekið landið pólitískt, hernaðarlega og efnahagslega,“ sagði Putin í ávarpi sínu. Þessum öflum væri sama um fólkið í Úkraínu og hefði búið það til slátrunar. „Þetta er sorglegt og maður hræðist að tala um það. En þetta er staðreynd,“ sagði Rússlandsforseti og uppskar mikið klapp. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á tugi þúsunda rússneskra hermanna sem hafa fallið í innrás hans í Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni standa að baki Úkraínu allt til sigurs.AP/Evan Vucci Það kvað við allt annan tón í ávarpi Joe Biden Bandaríkjaforseta í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. „Fyrir einu ári óttaðist heimurinn að Kænugarður myndi falla. Ég er nýkominn úr heimsókn til Kænugarðs og ég get sagt ykkur að borgin stendur sterk. Kænugarður stendur með stolti og það sem mestu máli skiptir borgin er frjáls,“ sagði Biden. Putin segir Vesturlönd hins vegar hafa byrjað stríðið og þau ætli sér að gereyða Rússlandi. Breyta staðbundnum átökum í alheimsátök. Biden segir Rússlandsforseta hins vegar hafa misreiknað sig. „Hann hélt að NATO myndi koðna niður og sundrast. Þess í stað er NATO sameinaðra og þar er meiri samstaða en nokkru sinni áður. Hann hélt að hann gæti beitt orkunni sem vopni, og beygt Evrópu. Þess í stað vinnum við saman að því að gera Evrópu óháða jarðefnaeldsneyti frá Rússum,“ sagði Biden. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd ekki hafa upp á annað að bjóða en úrkynjun. Þau hafi gert árás á Rússland og beri ábyrgð á stríðinu. AP/(Mikhail Metzel Putin segir Vesturlönd hins vegar gera sér grein fyrir að þau geti ekki sigrað Rússland á vígvellinum. Þau beittu því upplýsingaóreiðu og sögulegum lygum. Svo læddi hann að sannleikskorni um Vesturlönd, eða hvað? „Sjáið hvað Vesturlönd gera sínu eigin fólki. Niðurrif fjölskyldunnar, menningarlegra og þjóðlegra gilda, öfuguggaháttinn, misnotkun á börnum vegna barnagirndar sem lýst er sem eðlilegum hluta af lífi þeirra,“ sagði Putin um hin siðspilltu Vesturlönd. „Einræðisherra sem ætlar að byggja heimsveldi getur aldrei dregið úr ást fólksins á frelsinu. Grimmd mun aldrei mylja mátt hinn frjálsu og Rússar munu aldrei hafa sigur í Úkraínu,“ sagði Joe Biden við mikinn fögnuðalmennings og forystufólks frá Póllandi og víðar sem var á staðnum til að hlusta á ávarp hans.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Pólland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02
Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44
Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21