Efling og SA: Mikið bar í milli Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 21. febrúar 2023 13:00 Í kjaraviðræðum og reyndar alls staðar þar sem tekist er á er upplifun deiluaðila iðulega misjöfn. Þannig er lífið almennt. Svo eru dæmi um það þar sem annar aðilinn fer hreinlega með rangfærslur. Þannig er grein Stefáns Ólafssonar starfsmanns Eflingar „Efling og SA: Lítið bar í milli“. Stefán hefur ekki látið staðreyndir þvælast fyrir sér fram til þessa og það hefur ekkert breyst. Til að einfalda leikinn, verða fjórar rangfærslur Stefáns hér teknar fyrir. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi, en þó lýsandi. Hafa ber í huga að almennt ríkir trúnaður um efni samningafunda hjá Ríkissáttasemjara en þar sem Efling hefur nú sýnt þeim trúnaði sömu virðingu og flestu öðru verður örlítið vikið frá því. „Efling tók mörg skref til að nálgast SA“ Afstaða SA hefur verið skýr frá upphafi og var ítrekað kynnt Eflingu: SA mun ekki og getur ekki farið út fyrir þann ramma sem samningur SGS og SA markar. Það er á engan hátt sannleikanum samkvæmt að Efling hafi í viðræðunum tekið mörg skref til þess að nálgast það meginmarkmið. Til að nota þægilega myndlíkingu lagði Efling í mesta lagi til nokkra brauðmola á borðið og vildi í skiptum fá heilan brauðhleif umfram hin SGS félögin 18 . Með engum markverðum undantekningum lagði Efling sífellt til að Efling fengi í langflestum tilfellum hærri laun fyrir starf X eftir Y ára starfsreynslu, þrátt fyrir skýr skilaboð um að SA gæti ekki fallist á slíkt. Þetta breyttist ekki á nokkrum tímapunkti. Hins vegar höfðu bæst við kröfur fyrir bílstjóra sem hafa aldrei borist SA með formlegum hætti. „Efling ætti því inni einhverja umframhækkun“ SA féllust aldrei á að Efling ætti inni einhverja umframhækkun, enda hafði komið skýrt fram að SA mun ekki draga smáþjóð í dilka líkt og forysta Eflingar leggur sig fram um að reyna. Aftur á móti var skýrt að SA gæti gert samning sem samrýmdist ramma samninga hinna SGS félaganna 18 en sem hefði þó ákveðin sérkenni. Þá komu hins vegar áðurnefndir brauðmolar Eflingar í skiptum fyrir brauðhleifinn. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að vegna þess að starfsaldur Eflingarfélaga er, að sögn Eflingar, töluvert lægri en í SGS almennt þyrfti að hækka laun Eflingar enn meira. Því var Efling efnislega að biðja um einhvers konar „leiðréttingu“ á eigin kjarasamningi, byggða á því að það vill svo til að Eflingarfólk stoppar skemur á vinnustað en almennt gengur og gerist innan annarra SGS félaga. Orðið leiðrétting var hins vegar ekki notað af forystu Eflingar fyrr en samninganefnd SA benti á að krafan væri í reynd þessi, sem SA gat augljóslega ekki fallist á í ljósi alls framangreinds. Er það annað dæmi um hringlandahátt í kröfum Eflingar. „Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil“ Við lok föstudags hafði efnislega lítið sem ekkert þokast í deilunni. Aðilar höfðu ekki færst nær hvor öðrum. Það sem hafði þó komið fram á ítarlegum og ágætum fundum var að aðilar, allavega SA, áttuðu sig betur á sýn og nálgun mótaðilans. „Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu“ Hér er á ferðinni furðutúlkun. Nægir að hrekja hana með því að vitna í orð setts ríkissáttasemjara um fundinn daginn áður sem var honum mikil vonbrigði. Sá fundur var SA líka mikil vonbrigði. Þó að Efling hafi lagt fram einhverskonar „tilboð“ kaus SA ekki að gera það með formlegum hætti, enda forsendur ríkissáttasemjara til miðlunartillögu ekki til staðar. Það hefur umgengni forystu Eflingar sjálfrar um það tæki sáttasemjara rækilega sýnt okkur. Það var hins vegar fullkomlega eðlilegt að sáttasemjari velti við öllum mögulegum steinum og kannaði grundvöll miðlunartillögu á þeim tímapunkti. Eina spurningin sem skiptir máli Með allt ofangreint og stöðu deilu Eflingar og SA til hliðsjónar blasir við eftirfarandi spurning: Vill Efling taka því fagnandi að fá nýjan kjarasamning þar sem er lögð sérstök áhersla á hækkun þeirra lægstlaunuðu í samfélaginu, hvort sem er í prósentum eða krónum, eða hleypa af stað upplausn og höfrungahlaupi? Svar Eflingar við spurningunni er augljóst að mér virðist. Eina spurningin sem þá eftir stendur og skiptir raunverulega máli er hvort að samfélagið sætti við sig hið óumflýjanlega upplausnarástand sem verður framvegis á vinnumarkaði sem enginn, nema sjálfsálit forystusveitar Eflingar, mun hagnast á? Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjaraviðræðum og reyndar alls staðar þar sem tekist er á er upplifun deiluaðila iðulega misjöfn. Þannig er lífið almennt. Svo eru dæmi um það þar sem annar aðilinn fer hreinlega með rangfærslur. Þannig er grein Stefáns Ólafssonar starfsmanns Eflingar „Efling og SA: Lítið bar í milli“. Stefán hefur ekki látið staðreyndir þvælast fyrir sér fram til þessa og það hefur ekkert breyst. Til að einfalda leikinn, verða fjórar rangfærslur Stefáns hér teknar fyrir. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi, en þó lýsandi. Hafa ber í huga að almennt ríkir trúnaður um efni samningafunda hjá Ríkissáttasemjara en þar sem Efling hefur nú sýnt þeim trúnaði sömu virðingu og flestu öðru verður örlítið vikið frá því. „Efling tók mörg skref til að nálgast SA“ Afstaða SA hefur verið skýr frá upphafi og var ítrekað kynnt Eflingu: SA mun ekki og getur ekki farið út fyrir þann ramma sem samningur SGS og SA markar. Það er á engan hátt sannleikanum samkvæmt að Efling hafi í viðræðunum tekið mörg skref til þess að nálgast það meginmarkmið. Til að nota þægilega myndlíkingu lagði Efling í mesta lagi til nokkra brauðmola á borðið og vildi í skiptum fá heilan brauðhleif umfram hin SGS félögin 18 . Með engum markverðum undantekningum lagði Efling sífellt til að Efling fengi í langflestum tilfellum hærri laun fyrir starf X eftir Y ára starfsreynslu, þrátt fyrir skýr skilaboð um að SA gæti ekki fallist á slíkt. Þetta breyttist ekki á nokkrum tímapunkti. Hins vegar höfðu bæst við kröfur fyrir bílstjóra sem hafa aldrei borist SA með formlegum hætti. „Efling ætti því inni einhverja umframhækkun“ SA féllust aldrei á að Efling ætti inni einhverja umframhækkun, enda hafði komið skýrt fram að SA mun ekki draga smáþjóð í dilka líkt og forysta Eflingar leggur sig fram um að reyna. Aftur á móti var skýrt að SA gæti gert samning sem samrýmdist ramma samninga hinna SGS félaganna 18 en sem hefði þó ákveðin sérkenni. Þá komu hins vegar áðurnefndir brauðmolar Eflingar í skiptum fyrir brauðhleifinn. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að vegna þess að starfsaldur Eflingarfélaga er, að sögn Eflingar, töluvert lægri en í SGS almennt þyrfti að hækka laun Eflingar enn meira. Því var Efling efnislega að biðja um einhvers konar „leiðréttingu“ á eigin kjarasamningi, byggða á því að það vill svo til að Eflingarfólk stoppar skemur á vinnustað en almennt gengur og gerist innan annarra SGS félaga. Orðið leiðrétting var hins vegar ekki notað af forystu Eflingar fyrr en samninganefnd SA benti á að krafan væri í reynd þessi, sem SA gat augljóslega ekki fallist á í ljósi alls framangreinds. Er það annað dæmi um hringlandahátt í kröfum Eflingar. „Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil“ Við lok föstudags hafði efnislega lítið sem ekkert þokast í deilunni. Aðilar höfðu ekki færst nær hvor öðrum. Það sem hafði þó komið fram á ítarlegum og ágætum fundum var að aðilar, allavega SA, áttuðu sig betur á sýn og nálgun mótaðilans. „Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu“ Hér er á ferðinni furðutúlkun. Nægir að hrekja hana með því að vitna í orð setts ríkissáttasemjara um fundinn daginn áður sem var honum mikil vonbrigði. Sá fundur var SA líka mikil vonbrigði. Þó að Efling hafi lagt fram einhverskonar „tilboð“ kaus SA ekki að gera það með formlegum hætti, enda forsendur ríkissáttasemjara til miðlunartillögu ekki til staðar. Það hefur umgengni forystu Eflingar sjálfrar um það tæki sáttasemjara rækilega sýnt okkur. Það var hins vegar fullkomlega eðlilegt að sáttasemjari velti við öllum mögulegum steinum og kannaði grundvöll miðlunartillögu á þeim tímapunkti. Eina spurningin sem skiptir máli Með allt ofangreint og stöðu deilu Eflingar og SA til hliðsjónar blasir við eftirfarandi spurning: Vill Efling taka því fagnandi að fá nýjan kjarasamning þar sem er lögð sérstök áhersla á hækkun þeirra lægstlaunuðu í samfélaginu, hvort sem er í prósentum eða krónum, eða hleypa af stað upplausn og höfrungahlaupi? Svar Eflingar við spurningunni er augljóst að mér virðist. Eina spurningin sem þá eftir stendur og skiptir raunverulega máli er hvort að samfélagið sætti við sig hið óumflýjanlega upplausnarástand sem verður framvegis á vinnumarkaði sem enginn, nema sjálfsálit forystusveitar Eflingar, mun hagnast á? Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun