Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:43 Elísabet Brynjarsdóttir var verkefnastýra Frú Ragnheiðar en er nú í framhaldsnámi í hjúkrun í Kanada. Hún segir augljóst að gera þurfi betur í málum heimilislausra. mynd/aðsend Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira