Stefna Ólafar Helgu þingfest síðdegis Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 10:25 Félagsdómur er til húsa hjá Landsrétti í Kópavogi. Stefna Ólafar Helgu verður tekin fyrir þar síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag. Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36