Stefna Ólafar Helgu þingfest síðdegis Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 10:25 Félagsdómur er til húsa hjá Landsrétti í Kópavogi. Stefna Ólafar Helgu verður tekin fyrir þar síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag. Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent