Stefna Ólafar Helgu þingfest síðdegis Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 10:25 Félagsdómur er til húsa hjá Landsrétti í Kópavogi. Stefna Ólafar Helgu verður tekin fyrir þar síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag. Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36