Eftir að hafa mistekist að kaupa West Ham United tókst árið 2010 tókst Cellino loks að festa kaup á ensku knattspyrnufélagi þegar hann keypti meirihluta í Leeds árið 2014. Við tóku þrjú mögur ár þar sem reglulega var skipt um þjálfara ásamt því að Cellino var ítrekað í fréttum vegna skatta- og fjárhagsvandræða.
Hann seldi hlut sinn í Leeds árið 2017 og keypti í kjölfarið B-deildarlið Brescia. Hann var því eigandi liðsins þegar það fékk Birki Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson í sínar raðir árið 2020.
Segja má að lítill stöðugleiki hafi ríkt hjá Brescia síðan Cellino eignaðist liðið en líkt og hjá Leeds eru þjálfarar reknir ótt og títt. Á sínu fyrsta tímabili, 2017-18, réð hann alls fjóra þjálfara. Fíflagangurinn hefur haldið áfram og náði líklega nýjum hæðum á þessari leiktíð eins og blaðamaðurinn James Horncastle greindi nýverið frá.
Brescia sack Clotet, appoint Aglietti, sack him three weeks later, bring back Clotet, sack Clotet again because why not, hire Possanzini, sack him after two games, prepare to hire Gastaldello. This might be the purest Cellino season yet #LUFC
— James Horncastle (@JamesHorncastle) February 20, 2023
„Brescia rak [Pep] Clotet, réð [Alfredo] Aglietti, rak hann þremur vikum seinna til að ráða Clotet aftur og reka hann. Réð [Davide] Possanzini, rak hann eftir tvo leiki og stefnir nú á að ráða [Daniele] Gastaldello.“
Brescia er í 19. sæti ítölsku B-deildarinnar með 25 stig að loknum 25 leikjum. Þó aðeins þremur stigum frá öruggu sæti.