„Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 22:31 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur með frammistöðu sinna manna er liðið vann Aftureldingu með tveimur mörkum 26-24 í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld. Haukar voru undir bróðurpart leiksins en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka gáfu þeir í og tryggðu sér stigin tvö. „Þetta var hörkuleikur og ég er ótrúlega ánægður með mína menn, mér fannst við spila vel. Mér fannst við spila frábæran varnarleik í seinni hálfleik og svo var ég líka mjög ánægður með það að við héldum út í lokin, héldum út pressunni. Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin og náðum að klára þetta. Við klikkuðum á því á móti Stjörnunni og við gáfum svolítið eftir á móti Selfoss þannig að ég er hrikalega ánægður með það.“ Haukar lentu undir snemma leiks en jafnt var með liðunum í hálfleik 14-14. Í seinni hálfleik kom taktur í varnarleik Hauka og Aron Rafn Eðvarsson fór að verja vel í markinu. „Mér fannst markmaðurinn hjá þeim stórkostlegur fyrsta korterið og það var sem að skildin liðin að framan af leiknum. Svo datt það aðeins niður og við náðum upp meiri ryðma varnarlega og það var það sem að snéri að mér.“ Aðspurður hverju hann hafi breytt í seinni hálfleik sagðist Ásgeir ekki hafa gert stórar breytingar. „Þetta var ekkert stórvægilegt, smá detailar hér og þar, einhver smá mannaskipti. Maður þarf að vera smá þolinmóður og hafa trú á conceptinu sem að maður er búin að setja upp fyrir leikinn.“ Ásgeir ætlar að leyfa strákunum að fagna sigrinum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir Hafnarfjarðarslaginn, Haukar-FH sem fer fram næsta mánudag. „Við þurfum að vera glaðir í dag og svo byrjum við að undirbúa okkur á morgun. Við þurfum að halda fókus, við erum ennþá að safna stigum. Við ætlum okkur að vera miklu ofar í töflunni.“ Handbolti Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Haukar 24-26 | Gestirnir áfram með hreðjatak á Mosfellsbænum Einn leikur fór fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fara heim með stigin tvö. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 20. febrúar 2023 21:00 Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur og ég er ótrúlega ánægður með mína menn, mér fannst við spila vel. Mér fannst við spila frábæran varnarleik í seinni hálfleik og svo var ég líka mjög ánægður með það að við héldum út í lokin, héldum út pressunni. Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin og náðum að klára þetta. Við klikkuðum á því á móti Stjörnunni og við gáfum svolítið eftir á móti Selfoss þannig að ég er hrikalega ánægður með það.“ Haukar lentu undir snemma leiks en jafnt var með liðunum í hálfleik 14-14. Í seinni hálfleik kom taktur í varnarleik Hauka og Aron Rafn Eðvarsson fór að verja vel í markinu. „Mér fannst markmaðurinn hjá þeim stórkostlegur fyrsta korterið og það var sem að skildin liðin að framan af leiknum. Svo datt það aðeins niður og við náðum upp meiri ryðma varnarlega og það var það sem að snéri að mér.“ Aðspurður hverju hann hafi breytt í seinni hálfleik sagðist Ásgeir ekki hafa gert stórar breytingar. „Þetta var ekkert stórvægilegt, smá detailar hér og þar, einhver smá mannaskipti. Maður þarf að vera smá þolinmóður og hafa trú á conceptinu sem að maður er búin að setja upp fyrir leikinn.“ Ásgeir ætlar að leyfa strákunum að fagna sigrinum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir Hafnarfjarðarslaginn, Haukar-FH sem fer fram næsta mánudag. „Við þurfum að vera glaðir í dag og svo byrjum við að undirbúa okkur á morgun. Við þurfum að halda fókus, við erum ennþá að safna stigum. Við ætlum okkur að vera miklu ofar í töflunni.“
Handbolti Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Haukar 24-26 | Gestirnir áfram með hreðjatak á Mosfellsbænum Einn leikur fór fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fara heim með stigin tvö. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 20. febrúar 2023 21:00 Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Haukar 24-26 | Gestirnir áfram með hreðjatak á Mosfellsbænum Einn leikur fór fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fara heim með stigin tvö. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 20. febrúar 2023 21:00
Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00