Í tilkynningu kemur fram að Hjalti hafi verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu sjóðsins.
„Hann kemur frá Capital Four í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur starfað frá árinu 2019 sem greinandi á evrópskum og bandarískum hávaxtaskuldabréfamörkuðum. Áður starfaði Hjalti hjá Kviku banka á árunum 2014-2019, fyrst í áhættustýringu og svo í fyrirtækjaráðgjöf.
Hjalti er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá HR og M.Sc. í fjármálahagfræði frá HÍ. Einnig hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er CFA handhafi.
Benedikt hefur verið ráðinn greinandi í eignastýringu sjóðsins. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Edinborgarháskóla. Benedikt kemur frá KPMG þar sem hann starfaði sem fjármála- og rekstrarráðgjafi,“ segir í tilkynningunni.
Á eignastýringarsviði LV starfa nú átta starfsmenn. Eignasöfn sjóðsins nema um 1.200 milljörðum króna og eru í eigu um 180 þúsund sjóðfélaga.