Stoltur og pínu montinn Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2023 15:37 Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun