Sex ákærðir eftir að átján flóttamenn fundust látnir í sendiferðabíl Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 08:23 Aðstæður í kassa sendiferðabílsins voru hræðilegar. Stringer/Getty Saksóknari í Búlgaríu hefur ákært sex manns fyrir mansal eftir að átján afganskir flóttamenn fundust látnir aftan í sendiferðabíl í nágrenni við Sófíu. 52 flóttamönnum hafði verið troðið í sendiferðabílinn „eins og í sardínudós,“ að sögn saksóknara. Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra. Flóttamenn Búlgaría Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra.
Flóttamenn Búlgaría Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira