„Maður þarf að þora að fá höggin“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 18:30 Andri Snær var svekktur eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir þriggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en náðu að komast á lagi í seinni en það dugði ekki til. Lokatölur 19-16. „Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“ Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
„Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“
Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik