„Maður þarf að þora að fá höggin“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 18:30 Andri Snær var svekktur eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir þriggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en náðu að komast á lagi í seinni en það dugði ekki til. Lokatölur 19-16. „Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“ Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“
Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45