Hlynur dustar rykið af landsliðsskónum: „Fannst alltaf hallærislegt þegar menn voru að koma aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 10:30 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, dustar rykið af landsliðsskónum eftir þriggja ára fjarveru. Vísir/Arnar Allt er fertugum fært. Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfubolta á nýjan leik fyrir leikina gegn Spánverjum og Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins síðar í þessum mánuði. Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum. Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum.
Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira