Hlynur dustar rykið af landsliðsskónum: „Fannst alltaf hallærislegt þegar menn voru að koma aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 10:30 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, dustar rykið af landsliðsskónum eftir þriggja ára fjarveru. Vísir/Arnar Allt er fertugum fært. Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfubolta á nýjan leik fyrir leikina gegn Spánverjum og Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins síðar í þessum mánuði. Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum. Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum.
Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira