Erlent

Röskun á ferðum um 300 þúsund manns vegna verk­falla

Atli Ísleifsson skrifar
Stéttarfélagið Verdi stendur fyrir verkfallinu.
Stéttarfélagið Verdi stendur fyrir verkfallinu. EPA

Sólarhringsverkfall þúsunda starfsmanna á sjö þýskum flugvöllum hefur áhrif á ferðir hundruð þúsunda ferðamanna í dag. Búið er að aflýsa þúsundum flugferða víða um Þýskaland.

Stéttarfélagið Verdi stendur fyrir verkfallinu en samninganefnd þess hefur farið fram á 10,5 prósenta launahækkun. Hefur sérstaklega verið bent á vaxandi verðbólgu og áhrif hennar á kjör fólks.

Starfsmenn á flugvöllunum í Frankfurt, München, Stuttgart, Hamborg, Dortmund, Hannover og Bremen lögðu niður störf í morgun þar sem þeir segja að samningaviðræður hafa litlu skilað.

Reiknað er með að verkfallið hafi sérstaklega mikil áhrif á innanlandsflug í Þýskalandi og beindu forsvarsmenn flugvallanna því til farþega að leita annarra leiða til að komast leiðar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×