Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 07:50 Selenskí heimsótti Bretland á dögunum. AP/Victoria Jones Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira