Innlent

Tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglu.
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilfellinu var tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur í miðborg Reykjavíkur en þeir fundust ekki þrátt fyrir leit.

Í miðborginni barst tilkynning um innbrot í bifreið og þá var tilkynnt um rúðubrot í Hafnarfirði og innbrot á gistiheimili í Kópavogi. Lögreglu barst einnig tilkynning um ónæði af bifreiðum sem voru að spóla á bílastæði fyrir framan verslun í Mosfellsbæ.

Við almennt umferðareftirlit reyndust tveir ökumenn hafa verið sviptir ökuréttindum og þá voru þrír stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Í einu tilviki var skráningarmerki fjarlægt þar sem bifreiðin var óskoðuð og önnur reyndist ótryggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×