Haley fer fram gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 14:02 Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. EPA/CAROLINE BREHMAN Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira