Á föstudaginn var skorið gat á þrjú dekk bifreiðar í eigu 93 ára gamallar konu í Vestmannaeyjum. Ættingjar konunnar vöktu strax athygli á málinu á Facebook og óskuðu eftir upplýsingum um málið.
„Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt og hún auðvitað harmi slegin að einhver hati hana svo mikið. Og ef þessi einstaklingur á eitthvað óuppgert við einhvern í okkar stórfjölskyldu þá bið ég hann að tala við lögregluna og láta hana mömmu í friði. Því eitt veit ég fyrir víst að hún hefur ekki gert neinum neitt,“ skrifaði dóttir konunnar.
Lögreglan í Vestmannaeyjum deildi færslunni síðan á Facebook-síðu inni í dag. Þar var óskað eftir vitnum að atvikinu og hver sem gæti veitt upplýsingar um hver hafi verið að verki beðinn um að hafa samband við lögregluna.