Svissneskur sigur í bruni karla og franskt gull í skíðaskotfimi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:46 Svissneska liðið fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Marco Odermatt fór með sigur af hólmi í bruni karla á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem nú fer fram í Frakklandi. Þá vann Julia Simon sigur í eltigöngu kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi. Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag. Skíðaíþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö Sjá meira
Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö Sjá meira