Yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn Siggeir F. Ævarsson skrifar 10. febrúar 2023 22:56 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, var að vonum ósáttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu stórt gegn grönnum sínum úr Njarðvík, lokatölur 71-94. Jóhann tók undir orð blaðamanns að fyrri hálfleikurinn hefði reynst þeim dýr þar sem mikið vantaði uppá frammistöðu hans manna á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10