Innlent

Skjálfta­hrina á Reykja­nesi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stærri skjálfti hefur ekki orðið síðan eldgosið í Merardölum hófst í ágúst í fyrra. Myndin er úr safni.
Stærri skjálfti hefur ekki orðið síðan eldgosið í Merardölum hófst í ágúst í fyrra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Skjálftahrina fór í gang á Reykjanesi klukkan 19 í kvöld. Fimmtán skjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á mjög skömmum tíma.

Stærsti skjálftinn mældist 3,8, klukkan 19:45 í kvöld, og er sá stærsti sem hefur orðið á svæðinu síðan eldgosið í Merardölum hófst í byrjun ágúst á síðasta ári.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að skjálftinn hafi meðal annars fundist á Akranesi.

Flestir skjálftarnir hafa mælst um fjóra til fimm kílómetra vestur af Reykjanestá, á fjögurra til sjö kílómetra dýpi. Klukkan 21:40 höfðu tæplega 60 skjálftar mælst og af þeim voru átta yfir 3,0 að stærð. 

Hrinan virðist vera í rénum og hafa skjálftarnir farið minnkandi en áfram verður fylgst með stöðunni.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×