Ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina Árni Gísli Magnússon skrifar 10. febrúar 2023 20:16 Jónatan Magnússon mun stýra KA út tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Valur bar sigurorð af KA fyrir norðan, 32-36, í áhugaverðum leik í Olís deild karla. KA liðið hélt lengi vel í við gestina sem reyndust þó að lokum of stór biti. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu. Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu.
Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15