Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2023 08:34 Úkraínumenn eru orðnir vanir því að þurfa að leita skjóls þegar flauturnar óma. epa/Oleg Petrasyuk Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. Ráðamenn hafa biðlað til íbúa um að hunsa ekki viðvörunarflauturnar en þingkonan Lesia Vasylenko segir á Twitter að fyrir utan hávært flautið ríki þögn í höfuðborginni Kænugarði, „eins og fyrir storm“. Samkvæmt færslu sem ríkismiðillinn Suspilne birti á Telegram nú fyrir stundu heyrast sprengingar í Kremenchuk í Poltava. Þá eru loftvarnasveitir á svæðinu sagðar í viðbragðsstöðu. Poltava er í miðri Úkraínu og liggur að Sumy og Kharkív. Air raid alert all over Ukraine.Threats of a massive Russian rocket attack.All in Ukraine advised to stay in shelters.#RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/OueHVEY7xu— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 10, 2023 Samkvæmt Oleh Synyehubov, ríkisstjóra Kharkív, gerðu Rússar árás á borgina Kharkív og nærliggjandi svæði um klukkan fjögur í morgun að staðartíma. Meðal skotmarka voru mikilvægir innviðir. Eldar kviknuðu í kjölfar árásanna en greiðlega gekk að slökkva þá. Íbúar eru víða án rafmagns en enginn féll í árásunum, að sögn Synyehubov. Reuters hefur eftir orkumálayfirvöldum að Rússar hafi gert árásir á orkuinnviði í morgun. Úkraínumenn undirbúa sig nú undir umfangsmikla árás og stórsókn Rússa á næstu dögum og vikum, mögulega í kringum 24. febrúar. Þá verður ár liðið frá því að innrásin hófst. Rússar hafa þegar gefið í sókn sína í austurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Ráðamenn hafa biðlað til íbúa um að hunsa ekki viðvörunarflauturnar en þingkonan Lesia Vasylenko segir á Twitter að fyrir utan hávært flautið ríki þögn í höfuðborginni Kænugarði, „eins og fyrir storm“. Samkvæmt færslu sem ríkismiðillinn Suspilne birti á Telegram nú fyrir stundu heyrast sprengingar í Kremenchuk í Poltava. Þá eru loftvarnasveitir á svæðinu sagðar í viðbragðsstöðu. Poltava er í miðri Úkraínu og liggur að Sumy og Kharkív. Air raid alert all over Ukraine.Threats of a massive Russian rocket attack.All in Ukraine advised to stay in shelters.#RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/OueHVEY7xu— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 10, 2023 Samkvæmt Oleh Synyehubov, ríkisstjóra Kharkív, gerðu Rússar árás á borgina Kharkív og nærliggjandi svæði um klukkan fjögur í morgun að staðartíma. Meðal skotmarka voru mikilvægir innviðir. Eldar kviknuðu í kjölfar árásanna en greiðlega gekk að slökkva þá. Íbúar eru víða án rafmagns en enginn féll í árásunum, að sögn Synyehubov. Reuters hefur eftir orkumálayfirvöldum að Rússar hafi gert árásir á orkuinnviði í morgun. Úkraínumenn undirbúa sig nú undir umfangsmikla árás og stórsókn Rússa á næstu dögum og vikum, mögulega í kringum 24. febrúar. Þá verður ár liðið frá því að innrásin hófst. Rússar hafa þegar gefið í sókn sína í austurhluta landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira