„Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Róbert Hafliðason er stýrimaður og skipstjóri á Víkingi AK. Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30