Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerta 1,4 milljónir barna - þú getur hjálpað Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2023 10:01 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hjálparstarf Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar