Völdu liðsfélaga sinn frá Íslandi besta þegar þær unnu danska bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 08:31 Sara Ósk Stefánsdóttir með danska bikarinn eftir sigur Holte í úrslitaleiknum. Úr einkasafni Landsliðskonan Sara Ósk Stefánsdóttir varð um helgina danskur bikarmeistari í blaki með Holte en liðið vann þá 3-0 sigur á Bröndby í úrslitaleiknum. Sara Ósk var valin besti leikmaður liðsins af liðsfélögum sínum eftir leikinn. „Þetta var alveg geggjað og mjög skemmtilegt,“ sagði Sara Ósk þegar Vísir heyrði í henni en hún spilaði með HK hér heima. „Við erum búnar að vinna allt hingað til í vetur en lentum á móti næstbesta liðinu í undanúrslitunum. Við vorum smá stressaðar og spenntar yfir þeim leik. Við unnum þann leik 3-0 sem var mjög gaman,“ sagði Sara Ósk. „Við mættum síðan Bröndby í úrslitaleiknum og þeim er ekki búið að ganga neitt rosalega vel í vetur. Síðustu tvo áratugi þá hafa Bröndby og Holte nánast spilað til úrslita í öllu. Bröndby var ekki búið að ganga vel en komust samt í úrslit. Fyrstu tvær hrinurnar voru mjög tæpar en svo unnum við mjög sannfærandi seinustu hrinuna,“ sagði Sara Ósk. Liðið valdi hana besta leikmann úrslitaleiksins Sara Ósk spilaði með DHV Odense i fyrra og varð þá í fjórða sæti í bikarnum. Nú fékk hún hins vegar að fara alla leið í úrslitaleikinn og vinna sinn fyrsta titil í Danmörku. Sara fékk ekki bara gull um hálsinn því hún fékk einnig mikið hrós frá liðsfélögum sínum. Sara Ósk Stefánsdóttir kyssir bikarinn.Úr einkasafni „Liðið velur alltaf saman mann leiksins og ég var valin maður leiksins af liðinu. Uppspilarinn okkar var síðan valin besti leikmaður mótsins,“ sagði Sara Ósk. Hún hefur greinilega stimplað sig vel inn í liðið og er mikilvægur leikmaður í augum liðsfélaga sinna sem voru alveg tilbúin að láta íslensku stelpunum fá heiðurinn. „Það var mjög skemmtilegt því ég er í raun ekki byrjunarliðsleikmaður og það var því mjög gaman að fá að koma inn á og ná að gera góða hluti. Ég var óvenjulega ekki stressuð og var meira spennt og glöð. Ég náði því að spila frjálst án þess að vera neitt stressuð,“ sagði Sara og hún er ánægð með verðlaunin. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég hef bara unnið tvo bikara því ég vann einu sinni á Íslandi. Þegar ég spilaði á Íslandi þá var ég líka valinn maður leiksins í úrslitaleiknum,“ sagði Sara og titlarnir auðvitað enn eftirminnilegri fyrir vikið. Er tæknilega séð ekki atvinnumaður Hún fór til Danmerkur á síðasta ári til að spila blak en skipti síðan um lið. „Ég ákvað í ágúst að færa mig yfir í þetta lið. Ég sótti þá um skóla og komst inn en ákvað að byrja ekki strax. Ég ætla að byrja eftir næsta sumarið í skóla,“ sagði Sara en hún vill þó ekki kalla sig atvinnumann. „Ég er tæknilega séð ekki atvinnumaður en fæ samt alveg smá borgað fyrir þetta. Ég myndi meira kalla þetta áhugamál en þetta er nánast á atvinnumannastigi því við æfum það mikið. Ég eyði eiginlega öllum tímanum mínum í þetta,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Holte Women's Volleyball (@holtevolleyball) Sendi þjálfaranum tölvupóst Sara fannst hún þurfa meiri áskorun eftir tímabilið með DHV Odense. Hún sendi þjálfaranum hjá Holte tölvupóst og hann vildi endilega fá hana til Holte. „Þær voru bara með tvær miðjur í því liði og ég spila miðju. Hann sagði að hann vantaði mjög mikið aðra miðju en nú eru við orðnar fjórar. Það er því mjög mikil samkeppni um að fá að spila. Þú þarft því að leggja mjög mikið á þig á æfingum til að sýna að þú eigir að fá spilatíma,“ sagði Sara. Hún segist hafa bætt sig mikið eftir að hún kom til Danmerkur. „Sérstaklega eftir að ég kom í Holte. Ég er með rosalega góðan þjálfara sem er landsliðsþjálfarinn hérna í Danmörku. Hann hefur verið að þjálfa þetta lið í mjög mörg ár. Ég finn alveg svakalegan mun á mér eftir að ég kom í Holte og er alveg á fullu að bæta mig,“ sagði Sara. Létt og skemmtileg á Tik Tok Holte leyfir sér aðeins að skjóta á íslensku landsliðskonuna á samfélagsmiðlum en er hún Tik Tok drottning liðsins? „Nei ekki alveg en ég er dugleg þar inn á,“ svarar Sara hlæjandi og segist alveg vera tilbúin að gera grín af sjálfri sér og öðrum til að létta andann meðal liðsfélaga sinna. Hún er sögð vera SOS á samfélagsmiðlum félagsins. „Ég er aldrei kölluð það en þeim finnst það mjög fyndið að skammstöfunin mín sé SOS líka af því ég stundum svolítið utan við mig,“ svarar Sara í léttum tón. Sara segist eiginlega vera hissa á því hversu vel hópurinn hefur náð saman. „Í byrjun tímabilsins þá hættu nokkrar í þessu liði og það komu mjög margar nýjar. Við erum því með mjög nýtt lið og mjög margar sem hafa ekki spilað saman. Við náum ógeðslega vel saman og það geta allir talað við alla,“ sagði Sara. „Við erum líka heppnar með það að stór hluti liðsins er í danska landsliðinu og þær þekkjast því vel frá því. Ég á síðan auðvelt með að eignast vini og komst fljótt inn í hópinn. Ég átti ekki auðvelt með dönskuna fyrst en ég get talað hana reiprennandi núna,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Holte Women's Volleyball (@holtevolleyball) Býr í miðbænum Sara býr í miðbænum en Holte er norðarlega á Kaupmannahafnarsvæðinu. Það tekur hana því ágætis tíma að fara á æfingar. „Holte er fyrir ofan miðbæinn en ég bý aðeins fyrir neðan hann. Það tekur mig því alveg 45 mínútur til klukkutíma að fara á æfingu. Allt liðið býr í miðbænum enda viljum við búa nær bænum því við erum allar ungar og margar í skóla. Það er voðalega lítið að gerast þarna upp í Holte nema bara æfingar,“ sagði Sara. Sara segist hafa æft mjög margar íþróttir á sínum yngri árum. „Ég prófaði nánast allar íþróttir þegar ég var yngri og fann mig ekki í neinu. Síðan var mamma mín og systir mín báðar í blaki. Ég byrjaði í blaki á milli tíu og tólf ára aldurs og hef bara verið þar síðan,“ sagði Sara. Komust langt í Evrópukeppninni Þetta er búinn að vera ævintýravetur fyrir Söru og liðsfélaga hennar því þær voru líka að spila í Evrópukeppni á þessu tímabili. „Við komust í sextán liða úrslit í Áskorunarkeppni Evrópu sem er í fyrsta sinn í sögu Holte og Danmerkur sem blaklið hefur komist svo langt. Við duttum út þar í janúar en vorum í raun ekkert svekktar með það því við stóðum okkur rosalega vel,“ sagði Sara. „Vegna þess þá vorum við smá stressaðar fyrir bikarúrslitunum því það er búin að vera rosalega mikil umfjöllun um okkar. Það voru allir að búast við svo ótrúlega miklu af okkur. Við tölum mikið um það fyrir bikarúrslitahelgina að sýna fólki að við getum haldið áfram að spila vel. Ég held að framhaldið sé mjög jákvætt,“ sagði Sara. „Það getur allt gerst en við erum í góðri stöðu eins og staðan er núna,“ sagði Sara. Holte varð í öðru sæti í öllum keppnum í fyrra og er því þegar búið að gera betur eftir komu íslensku landsliðskonunnar. Blak Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað og mjög skemmtilegt,“ sagði Sara Ósk þegar Vísir heyrði í henni en hún spilaði með HK hér heima. „Við erum búnar að vinna allt hingað til í vetur en lentum á móti næstbesta liðinu í undanúrslitunum. Við vorum smá stressaðar og spenntar yfir þeim leik. Við unnum þann leik 3-0 sem var mjög gaman,“ sagði Sara Ósk. „Við mættum síðan Bröndby í úrslitaleiknum og þeim er ekki búið að ganga neitt rosalega vel í vetur. Síðustu tvo áratugi þá hafa Bröndby og Holte nánast spilað til úrslita í öllu. Bröndby var ekki búið að ganga vel en komust samt í úrslit. Fyrstu tvær hrinurnar voru mjög tæpar en svo unnum við mjög sannfærandi seinustu hrinuna,“ sagði Sara Ósk. Liðið valdi hana besta leikmann úrslitaleiksins Sara Ósk spilaði með DHV Odense i fyrra og varð þá í fjórða sæti í bikarnum. Nú fékk hún hins vegar að fara alla leið í úrslitaleikinn og vinna sinn fyrsta titil í Danmörku. Sara fékk ekki bara gull um hálsinn því hún fékk einnig mikið hrós frá liðsfélögum sínum. Sara Ósk Stefánsdóttir kyssir bikarinn.Úr einkasafni „Liðið velur alltaf saman mann leiksins og ég var valin maður leiksins af liðinu. Uppspilarinn okkar var síðan valin besti leikmaður mótsins,“ sagði Sara Ósk. Hún hefur greinilega stimplað sig vel inn í liðið og er mikilvægur leikmaður í augum liðsfélaga sinna sem voru alveg tilbúin að láta íslensku stelpunum fá heiðurinn. „Það var mjög skemmtilegt því ég er í raun ekki byrjunarliðsleikmaður og það var því mjög gaman að fá að koma inn á og ná að gera góða hluti. Ég var óvenjulega ekki stressuð og var meira spennt og glöð. Ég náði því að spila frjálst án þess að vera neitt stressuð,“ sagði Sara og hún er ánægð með verðlaunin. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég hef bara unnið tvo bikara því ég vann einu sinni á Íslandi. Þegar ég spilaði á Íslandi þá var ég líka valinn maður leiksins í úrslitaleiknum,“ sagði Sara og titlarnir auðvitað enn eftirminnilegri fyrir vikið. Er tæknilega séð ekki atvinnumaður Hún fór til Danmerkur á síðasta ári til að spila blak en skipti síðan um lið. „Ég ákvað í ágúst að færa mig yfir í þetta lið. Ég sótti þá um skóla og komst inn en ákvað að byrja ekki strax. Ég ætla að byrja eftir næsta sumarið í skóla,“ sagði Sara en hún vill þó ekki kalla sig atvinnumann. „Ég er tæknilega séð ekki atvinnumaður en fæ samt alveg smá borgað fyrir þetta. Ég myndi meira kalla þetta áhugamál en þetta er nánast á atvinnumannastigi því við æfum það mikið. Ég eyði eiginlega öllum tímanum mínum í þetta,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Holte Women's Volleyball (@holtevolleyball) Sendi þjálfaranum tölvupóst Sara fannst hún þurfa meiri áskorun eftir tímabilið með DHV Odense. Hún sendi þjálfaranum hjá Holte tölvupóst og hann vildi endilega fá hana til Holte. „Þær voru bara með tvær miðjur í því liði og ég spila miðju. Hann sagði að hann vantaði mjög mikið aðra miðju en nú eru við orðnar fjórar. Það er því mjög mikil samkeppni um að fá að spila. Þú þarft því að leggja mjög mikið á þig á æfingum til að sýna að þú eigir að fá spilatíma,“ sagði Sara. Hún segist hafa bætt sig mikið eftir að hún kom til Danmerkur. „Sérstaklega eftir að ég kom í Holte. Ég er með rosalega góðan þjálfara sem er landsliðsþjálfarinn hérna í Danmörku. Hann hefur verið að þjálfa þetta lið í mjög mörg ár. Ég finn alveg svakalegan mun á mér eftir að ég kom í Holte og er alveg á fullu að bæta mig,“ sagði Sara. Létt og skemmtileg á Tik Tok Holte leyfir sér aðeins að skjóta á íslensku landsliðskonuna á samfélagsmiðlum en er hún Tik Tok drottning liðsins? „Nei ekki alveg en ég er dugleg þar inn á,“ svarar Sara hlæjandi og segist alveg vera tilbúin að gera grín af sjálfri sér og öðrum til að létta andann meðal liðsfélaga sinna. Hún er sögð vera SOS á samfélagsmiðlum félagsins. „Ég er aldrei kölluð það en þeim finnst það mjög fyndið að skammstöfunin mín sé SOS líka af því ég stundum svolítið utan við mig,“ svarar Sara í léttum tón. Sara segist eiginlega vera hissa á því hversu vel hópurinn hefur náð saman. „Í byrjun tímabilsins þá hættu nokkrar í þessu liði og það komu mjög margar nýjar. Við erum því með mjög nýtt lið og mjög margar sem hafa ekki spilað saman. Við náum ógeðslega vel saman og það geta allir talað við alla,“ sagði Sara. „Við erum líka heppnar með það að stór hluti liðsins er í danska landsliðinu og þær þekkjast því vel frá því. Ég á síðan auðvelt með að eignast vini og komst fljótt inn í hópinn. Ég átti ekki auðvelt með dönskuna fyrst en ég get talað hana reiprennandi núna,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Holte Women's Volleyball (@holtevolleyball) Býr í miðbænum Sara býr í miðbænum en Holte er norðarlega á Kaupmannahafnarsvæðinu. Það tekur hana því ágætis tíma að fara á æfingar. „Holte er fyrir ofan miðbæinn en ég bý aðeins fyrir neðan hann. Það tekur mig því alveg 45 mínútur til klukkutíma að fara á æfingu. Allt liðið býr í miðbænum enda viljum við búa nær bænum því við erum allar ungar og margar í skóla. Það er voðalega lítið að gerast þarna upp í Holte nema bara æfingar,“ sagði Sara. Sara segist hafa æft mjög margar íþróttir á sínum yngri árum. „Ég prófaði nánast allar íþróttir þegar ég var yngri og fann mig ekki í neinu. Síðan var mamma mín og systir mín báðar í blaki. Ég byrjaði í blaki á milli tíu og tólf ára aldurs og hef bara verið þar síðan,“ sagði Sara. Komust langt í Evrópukeppninni Þetta er búinn að vera ævintýravetur fyrir Söru og liðsfélaga hennar því þær voru líka að spila í Evrópukeppni á þessu tímabili. „Við komust í sextán liða úrslit í Áskorunarkeppni Evrópu sem er í fyrsta sinn í sögu Holte og Danmerkur sem blaklið hefur komist svo langt. Við duttum út þar í janúar en vorum í raun ekkert svekktar með það því við stóðum okkur rosalega vel,“ sagði Sara. „Vegna þess þá vorum við smá stressaðar fyrir bikarúrslitunum því það er búin að vera rosalega mikil umfjöllun um okkar. Það voru allir að búast við svo ótrúlega miklu af okkur. Við tölum mikið um það fyrir bikarúrslitahelgina að sýna fólki að við getum haldið áfram að spila vel. Ég held að framhaldið sé mjög jákvætt,“ sagði Sara. „Það getur allt gerst en við erum í góðri stöðu eins og staðan er núna,“ sagði Sara. Holte varð í öðru sæti í öllum keppnum í fyrra og er því þegar búið að gera betur eftir komu íslensku landsliðskonunnar.
Blak Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira