Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 19:15 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Vladimir Smirnov Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan. Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan.
Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent