Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania. Þar segir að Andri Þór sé menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Copenhagen Business School.
„Hann fer nú fyrir vörustýringu og þróun á Bakverði sem er tíma- og verkskráningakerfi Advania og þjónar stórum hluta vinnustaða í íslensku atvinnulífi,“ segir í tilkynningunni.