Viðskipti innlent

Bein út­sending: Seðla­bankinn rök­styður enn eina stýri­vaxta­hækkunina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vinstri til hægri: Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttur varaseðlabankastjóri á kynningunni í morgun.
Frá vinstri til hægri: Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttur varaseðlabankastjóri á kynningunni í morgun. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentustig.

Um var að ræða elleftu stýrivaxtahækkunina í röð. Hækkunin þýðir að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,0 prósent í 6,5 prósent.

Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir verðbólga hafi aukist í janúar og mælist 9,9 prósent en undirliggjandi verðbólga hafi haldist óbreytt í sjö prósent. Þótt tekið hafi að hægja á húsnæðismarkaði og alþjóðleg verðbólga hafi minnkað lítillega sé verðbólguþrýstingur enn mikill og verðhækkanir á breiðum grunni.

Verðbólguhorfur hafi versnað frá síðasta fundi nefndarinnar og þótt verðbólga hafi líklega náð hámarki taki lengri tíma að ná henni niður í verðbólgumarkmið bankans, 2,5 prósent verðbólgu.

Peningastefnunefnd telji líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×