„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2023 14:55 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS. Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS.
Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00