Enn um úthlutun tollkvóta Margrét Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 11:30 Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Margrét Gísladóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun