Frímerkja- og myntsafnarar slegnir eftir innbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2023 19:24 Í peningaskápnum var ekki að finna mikil verðmæti. Aðsend Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. „Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira