Frímerkja- og myntsafnarar slegnir eftir innbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2023 19:24 Í peningaskápnum var ekki að finna mikil verðmæti. Aðsend Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. „Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
„Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira