Mun áfrýja áður en hún afhendir Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 15:04 Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Stöð 2/Arnar Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira