Ár í fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 19:40 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að öllu leyti. Stöð 2/Egill Landsréttur staðfesti í dag eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni á áttræðisaldri. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum á leikvelli fyrir framan heimili hans. Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09
Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01