Ár í fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 19:40 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að öllu leyti. Stöð 2/Egill Landsréttur staðfesti í dag eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni á áttræðisaldri. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum á leikvelli fyrir framan heimili hans. Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09
Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01