Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2023 12:06 Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis var sýknuð. Sömuleiðis Birkir Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Alþingi/Getty-Lars Baron Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir. Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir.
Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira