Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 11:59 Þröstur Helgason Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 næstu mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til fundar Þrastar með starfsmönnum rásarinnar í morgun. Þröstur hefur gegnt dagskrárstjórn á Rás 1 í nærri níu ár, eða frá 1. apríl 2014. Fram kom á Vísi árið 2018 að vinnusálfræðingur hefði verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Þá var nýlokið könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar var ánægja ríkjandi. Þó kom í ljós óánægja meðal starfsmanna á Rás 1 en þar voru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn á RÚV á þeim tíma sem lýstu þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum til að fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir töldu vandann aðeins snúa að Þresti. Hann þætti ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum. Þröstur er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Þá varð hann doktor í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild HÍ vorið 2015. Ritgerð hans nefndist Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi. Lítil tímarit, landfræði, menningarsaga. Þröstur var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins um átta ára skeið og hefur starfað sem stundakennari, þáttagerðarmaður og bókmenntagagnrýnandi. Ekki náðist í Þröst við vinnslu fréttarinnar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:52. Í fyrri útgáfu var haft eftir Heimildinni að Þröstur hefði vísað til þess að mat starfsmanna hefði haft áhrif á ákvörðun hans. Þetta hefur verið leiðrétt í frétt Heimildarinnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Þröstur hefur gegnt dagskrárstjórn á Rás 1 í nærri níu ár, eða frá 1. apríl 2014. Fram kom á Vísi árið 2018 að vinnusálfræðingur hefði verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Þá var nýlokið könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar var ánægja ríkjandi. Þó kom í ljós óánægja meðal starfsmanna á Rás 1 en þar voru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn á RÚV á þeim tíma sem lýstu þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum til að fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir töldu vandann aðeins snúa að Þresti. Hann þætti ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum. Þröstur er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Þá varð hann doktor í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild HÍ vorið 2015. Ritgerð hans nefndist Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi. Lítil tímarit, landfræði, menningarsaga. Þröstur var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins um átta ára skeið og hefur starfað sem stundakennari, þáttagerðarmaður og bókmenntagagnrýnandi. Ekki náðist í Þröst við vinnslu fréttarinnar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:52. Í fyrri útgáfu var haft eftir Heimildinni að Þröstur hefði vísað til þess að mat starfsmanna hefði haft áhrif á ákvörðun hans. Þetta hefur verið leiðrétt í frétt Heimildarinnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira