Nýju mennirnir náðu ekki að knýja fram sigur fyrir Chelsea 3. febrúar 2023 21:57 Mykhailo Mudryk og Enzo Fernandez voru báðir í byrjunarliði Chelsea í kvöld. Ryan Pierse/Getty Images Eftir rándýr kaup í janúarglugganum tók Chelsea á móti Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðal byrjunarliðsmanna Chelsea í kvöld var Enzo Fernandez, dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að knýja fram sigur og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Þrír af þeim átta leikmönnum sem Chelsea keypti í janúarglugganum byrjuðu leikinn í kvöld. Það voru þeir Benoit Badiashile, Mykhailo Mudryk og áðurnefndur Enzo Fernandez. Heimamenn í Chelsea voru meira með boltann í upphafi leiks, en liðið átti í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn gestanna á bak aftur og því var enn markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum þar sem heimamenn héldu boltanum ágætlega, en gestirnir vörðust vel og gáfu fá færi á sér. Bæði lið náðu að skapa hálffæri í leiknum, en besta færi leiksins fékk David Datro Fofana þegar hann slapp einn inn fyrir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Hann komst fram hjá Bernd Leno í marki Fulham, en færið var þröngt og gestirnir komust fyrir skotið áður en boltinn hafnaði í netinu. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og Chelsea er nú með 30 stig í níunda sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fulham sem situr í sjötta sæti. Enski boltinn
Eftir rándýr kaup í janúarglugganum tók Chelsea á móti Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðal byrjunarliðsmanna Chelsea í kvöld var Enzo Fernandez, dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að knýja fram sigur og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Þrír af þeim átta leikmönnum sem Chelsea keypti í janúarglugganum byrjuðu leikinn í kvöld. Það voru þeir Benoit Badiashile, Mykhailo Mudryk og áðurnefndur Enzo Fernandez. Heimamenn í Chelsea voru meira með boltann í upphafi leiks, en liðið átti í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn gestanna á bak aftur og því var enn markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum þar sem heimamenn héldu boltanum ágætlega, en gestirnir vörðust vel og gáfu fá færi á sér. Bæði lið náðu að skapa hálffæri í leiknum, en besta færi leiksins fékk David Datro Fofana þegar hann slapp einn inn fyrir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Hann komst fram hjá Bernd Leno í marki Fulham, en færið var þröngt og gestirnir komust fyrir skotið áður en boltinn hafnaði í netinu. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og Chelsea er nú með 30 stig í níunda sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fulham sem situr í sjötta sæti.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti