Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2023 08:00 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir mikla uppbyggingu framundan utan flugstöðvar. Isavia Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57