Olís-stöðutékk: Álag á Val, vonir í Eyjum og leiðin liggur vestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 11:01 Fjórtánda umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með stórleik Vals og FH. vísir/hulda margrét/diego Olís-deild karla hefst fyrir alvöru um helgina eftir HM-hléið en þá fer 14. umferðin fram. En hvernig er staðan á liðunum einum og hálfum mánuði eftir síðasta leik þeirra. Vísir fór yfir stöðuna á liðunum tólf. 1. Valur - 25 stig Valsmenn tóku forskot á sæluna og unnu Seltirninga, 28-32, á þriðjudaginn í fyrsta leik Olís-deildarinnar í fimmtíu daga. Dagskrá Vals í febrúar er þétt en liðið leikur átta leiki í mánuðinum. Valur spilar þrjá leiki í Olís-deildinni, einn í Powerade-bikarnum og svo fjóra í Evrópudeildinni. Valsmenn eru með sex stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar en þurfa að halda vel á spilunum. Óvíst er hvenær Róbert Aron Hostert snýr aftur en hann glímir við brjósklos í hálsi. Bestu fréttirnir fyrir Val í HM-hléinu voru hins vegar þær að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, framlengdi samning sinn við félagið. 2. FH - 19 stig Stærstu fréttirnar úr Firðinum voru auðvitað af endurkomu Arons Pálmarssonar sem gengur í raðir FH í sumar, eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. Hafnfirðingar unnu ekki fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni en fóru svo á mikið flug og unnu átta af níu leikjum sínum fyrir áramót og gerðu eitt jafntefli. FH fékk Alexander Má Egan frá Fram áður en félagaskiptaglugganum lokar en hann á að fylla skarð Leonharðs Þorgeirs Harðarsonar sem er meiddur. 3. Afturelding - 17 stig Líkt og FH byrjaði Afturelding tímabilið illa og fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum. Síðan hafa Mosfellingar verið öflugir, unnið sjö af síðustu tíu leikjum, gert tvö jafntefli og tapað einum leik, fyrir FH-ingum. 4. Fram - 15 stig Öfugt við FH og Aftureldingu byrjaði Fram tímabilið af miklum krafti og er til að mynda eina liðið sem hefur unnið Val í Olís-deildinni. Frammarar töpuðu hins vegar fjórum af síðustu fimm leikjum sínum fyrir HM-hléið, þar af þremur á heimavelli. Þeir geta samt ágætlega vel við unað að vera í 4. sætinu þótt þeir hafi vissulega leikið einum leik meira en flest liðin í deildinni. Alexander Már Egan fór frá Fram til FH eins og áður var getið. 5. ÍBV - 14 stig Eyjamenn buðu upp á hverja markaveisluna á fætur annarri fyrir áramót. Aðeins Valur hefur skorað meira en ÍBV (33,4 mörk í leik) en bara botnliðin hafa fengið á sig fleiri mörk (31,0). Eins og undanfarin ár hefur markvarslan verið aðalvandamál ÍBV. Eyjamenn hafa reynt að laga það með því að fá tékkneska markvörðinn Pavel Miskevich. Hann er 25 ára og lék síðast með San Jose Lanzarote á Spáni. Þá er Sigtryggur Daði Rúnarsson kominn aftur til ÍBV eftir að hafa verið á láni hjá Alplha Hard í Austurríki frá því í október. Eyjamenn eru í 5. sætinu með fjórtán stig en hafa bara leikið tólf leiki. 6. Stjarnan - 14 stig Stjarnan er í 6. sætinu með fjórtán stig og hefur aldrei komist á neitt flug. Liðið hefur bara einu sinni unnið tvo leiki í röð. Stjörnumenn hafa heldur ekki sokkið djúpt og hafa aldrei tapað meira en einum leik í röð. 7. Haukar - 13 stig Haukar eru eina lið deildarinnar sem hefur skipt um þjálfara. Í byrjun nóvember hætti Rúnar Sigtryggsson og við tók Ásgeir Örn Hallgrímsson. Haukar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum undir stjórn Ásgeirs og eru komnir upp í miðja deild eftir að hafa verið í fallsæti um tíma. Haukar fengu vinstri hornamanninn Sigurður Snæ Sigurjónsson frá Selfossi og samkvæmt heimildum Vísis er Aron Rafn Eðvarðsson byrjaður að æfa með liðinu. Hann hefur verið frá keppni í um ár vegna höfuðmeiðsla. Þá styttist í að Þráinn Orri Jónsson snúi aftur á völlinn eftir krossbandsslit. 8. Selfoss - 13 stig Selfyssingar unnu tvo af síðustu þremur leikjum sínum fyrir áramót eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð þar á undan. Selfyssingar misstu Sigurð Snæ Sigurjónsson til Hauka eins og áður hefur komið fram. 9. Grótta - 11 stig Grótta hefur séð aðdáendum Olís-deildarinnar fyrir spennuleikjum en til marks um það er markatala liðsins 358-359. Seltirningar töpuðu með fjögurra marka mun fyrir Valsmönnum á þriðjudaginn. Grótta er með bestu vörn deildarinnar (27,6 mörk á sig í leik) en slökustu sóknina (27,5 mörk skoruð í leik). 10. KA - 9 stig Skömmu fyrir jól bárust fréttir af því að Jónatan Magnússon léti af störfum hjá KA í sumar eftir nokkurra ára starf. Strákarnir hans Jónatans eru í 10. sæti með níu stig, fjórum stigum frá úrslitakeppnissæti og fjórum stigum frá fallsæti. Gengið á heimavelli hefur verið vonbrigði en KA-menn hafa aðeins unnið einn af sex leikjum sínum fyrir norðan. KA vonast til að endurheimta Ólaf Gústafsson sem hefur ekkert spilað á tímabilinu vegna meiðsla. 11. ÍR - 5 stig ÍR-ingarnir hans Bjarna Fritzsonar hafa komið á óvart í vetur og náð í fimm stig sem er líklega fimm stigum meira en flestir bjuggust við. Þeir eru samt í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. 12. Hörður - 1 stig Botnlið Harðar var heldur betur virkt á félagaskiptamarkaðnum meðan deildin lá í dvala. Harðverjar sömdu nefnilega við þrjá erlenda leikmenn sem eru með flotta ferilskrá. Fyrstan skal nefna Alexander Tatarintsev, 32 ára risa sem á leiki að baki fyrir rússneska landsliðið og hefur meðal annars leikið með Ademar León á Spáni, Kristianstad í Svíþjóð og Górnik Zabrze í Póllandi. Næst er það Leos Renaud-David, 35 ára frönsk vinstri skytta sem lék síðast Bidasoa á Spáni. Hann hefur komið víða við á ferlinum. Loks er það íranski markvörðurinn Mohsen Babasafari Renani sem kemur frá Rúmeníu. Þremenningarnir gætu leikið sinn fyrsta leik fyrir Hörð þegar liðið sækir KA heim á morgun. Harðverjum veitir ekki af liðsstyrk enda aðeins með eitt stig á botni deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti. Leikir 14. umferðar Föstudagur 3. feb: Valur-FH, kl. 18:00 - Stöð 2 Sport Laugardagur 4. feb: KA-Hörður, kl. 15:00 Sunnudagur 5. feb: ÍR-ÍBV, kl. 16:00 Selfoss-Haukar, kl. 19:30 Stjarnan-Grótta, kl. 19:30 - Stöð 2 Sport Mánudagur 6. feb: Afturelding-Fram, kl. 19:30 - Stöð 2 Sport Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
1. Valur - 25 stig Valsmenn tóku forskot á sæluna og unnu Seltirninga, 28-32, á þriðjudaginn í fyrsta leik Olís-deildarinnar í fimmtíu daga. Dagskrá Vals í febrúar er þétt en liðið leikur átta leiki í mánuðinum. Valur spilar þrjá leiki í Olís-deildinni, einn í Powerade-bikarnum og svo fjóra í Evrópudeildinni. Valsmenn eru með sex stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar en þurfa að halda vel á spilunum. Óvíst er hvenær Róbert Aron Hostert snýr aftur en hann glímir við brjósklos í hálsi. Bestu fréttirnir fyrir Val í HM-hléinu voru hins vegar þær að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, framlengdi samning sinn við félagið. 2. FH - 19 stig Stærstu fréttirnar úr Firðinum voru auðvitað af endurkomu Arons Pálmarssonar sem gengur í raðir FH í sumar, eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. Hafnfirðingar unnu ekki fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni en fóru svo á mikið flug og unnu átta af níu leikjum sínum fyrir áramót og gerðu eitt jafntefli. FH fékk Alexander Má Egan frá Fram áður en félagaskiptaglugganum lokar en hann á að fylla skarð Leonharðs Þorgeirs Harðarsonar sem er meiddur. 3. Afturelding - 17 stig Líkt og FH byrjaði Afturelding tímabilið illa og fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum. Síðan hafa Mosfellingar verið öflugir, unnið sjö af síðustu tíu leikjum, gert tvö jafntefli og tapað einum leik, fyrir FH-ingum. 4. Fram - 15 stig Öfugt við FH og Aftureldingu byrjaði Fram tímabilið af miklum krafti og er til að mynda eina liðið sem hefur unnið Val í Olís-deildinni. Frammarar töpuðu hins vegar fjórum af síðustu fimm leikjum sínum fyrir HM-hléið, þar af þremur á heimavelli. Þeir geta samt ágætlega vel við unað að vera í 4. sætinu þótt þeir hafi vissulega leikið einum leik meira en flest liðin í deildinni. Alexander Már Egan fór frá Fram til FH eins og áður var getið. 5. ÍBV - 14 stig Eyjamenn buðu upp á hverja markaveisluna á fætur annarri fyrir áramót. Aðeins Valur hefur skorað meira en ÍBV (33,4 mörk í leik) en bara botnliðin hafa fengið á sig fleiri mörk (31,0). Eins og undanfarin ár hefur markvarslan verið aðalvandamál ÍBV. Eyjamenn hafa reynt að laga það með því að fá tékkneska markvörðinn Pavel Miskevich. Hann er 25 ára og lék síðast með San Jose Lanzarote á Spáni. Þá er Sigtryggur Daði Rúnarsson kominn aftur til ÍBV eftir að hafa verið á láni hjá Alplha Hard í Austurríki frá því í október. Eyjamenn eru í 5. sætinu með fjórtán stig en hafa bara leikið tólf leiki. 6. Stjarnan - 14 stig Stjarnan er í 6. sætinu með fjórtán stig og hefur aldrei komist á neitt flug. Liðið hefur bara einu sinni unnið tvo leiki í röð. Stjörnumenn hafa heldur ekki sokkið djúpt og hafa aldrei tapað meira en einum leik í röð. 7. Haukar - 13 stig Haukar eru eina lið deildarinnar sem hefur skipt um þjálfara. Í byrjun nóvember hætti Rúnar Sigtryggsson og við tók Ásgeir Örn Hallgrímsson. Haukar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum undir stjórn Ásgeirs og eru komnir upp í miðja deild eftir að hafa verið í fallsæti um tíma. Haukar fengu vinstri hornamanninn Sigurður Snæ Sigurjónsson frá Selfossi og samkvæmt heimildum Vísis er Aron Rafn Eðvarðsson byrjaður að æfa með liðinu. Hann hefur verið frá keppni í um ár vegna höfuðmeiðsla. Þá styttist í að Þráinn Orri Jónsson snúi aftur á völlinn eftir krossbandsslit. 8. Selfoss - 13 stig Selfyssingar unnu tvo af síðustu þremur leikjum sínum fyrir áramót eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð þar á undan. Selfyssingar misstu Sigurð Snæ Sigurjónsson til Hauka eins og áður hefur komið fram. 9. Grótta - 11 stig Grótta hefur séð aðdáendum Olís-deildarinnar fyrir spennuleikjum en til marks um það er markatala liðsins 358-359. Seltirningar töpuðu með fjögurra marka mun fyrir Valsmönnum á þriðjudaginn. Grótta er með bestu vörn deildarinnar (27,6 mörk á sig í leik) en slökustu sóknina (27,5 mörk skoruð í leik). 10. KA - 9 stig Skömmu fyrir jól bárust fréttir af því að Jónatan Magnússon léti af störfum hjá KA í sumar eftir nokkurra ára starf. Strákarnir hans Jónatans eru í 10. sæti með níu stig, fjórum stigum frá úrslitakeppnissæti og fjórum stigum frá fallsæti. Gengið á heimavelli hefur verið vonbrigði en KA-menn hafa aðeins unnið einn af sex leikjum sínum fyrir norðan. KA vonast til að endurheimta Ólaf Gústafsson sem hefur ekkert spilað á tímabilinu vegna meiðsla. 11. ÍR - 5 stig ÍR-ingarnir hans Bjarna Fritzsonar hafa komið á óvart í vetur og náð í fimm stig sem er líklega fimm stigum meira en flestir bjuggust við. Þeir eru samt í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. 12. Hörður - 1 stig Botnlið Harðar var heldur betur virkt á félagaskiptamarkaðnum meðan deildin lá í dvala. Harðverjar sömdu nefnilega við þrjá erlenda leikmenn sem eru með flotta ferilskrá. Fyrstan skal nefna Alexander Tatarintsev, 32 ára risa sem á leiki að baki fyrir rússneska landsliðið og hefur meðal annars leikið með Ademar León á Spáni, Kristianstad í Svíþjóð og Górnik Zabrze í Póllandi. Næst er það Leos Renaud-David, 35 ára frönsk vinstri skytta sem lék síðast Bidasoa á Spáni. Hann hefur komið víða við á ferlinum. Loks er það íranski markvörðurinn Mohsen Babasafari Renani sem kemur frá Rúmeníu. Þremenningarnir gætu leikið sinn fyrsta leik fyrir Hörð þegar liðið sækir KA heim á morgun. Harðverjum veitir ekki af liðsstyrk enda aðeins með eitt stig á botni deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti. Leikir 14. umferðar Föstudagur 3. feb: Valur-FH, kl. 18:00 - Stöð 2 Sport Laugardagur 4. feb: KA-Hörður, kl. 15:00 Sunnudagur 5. feb: ÍR-ÍBV, kl. 16:00 Selfoss-Haukar, kl. 19:30 Stjarnan-Grótta, kl. 19:30 - Stöð 2 Sport Mánudagur 6. feb: Afturelding-Fram, kl. 19:30 - Stöð 2 Sport
Föstudagur 3. feb: Valur-FH, kl. 18:00 - Stöð 2 Sport Laugardagur 4. feb: KA-Hörður, kl. 15:00 Sunnudagur 5. feb: ÍR-ÍBV, kl. 16:00 Selfoss-Haukar, kl. 19:30 Stjarnan-Grótta, kl. 19:30 - Stöð 2 Sport Mánudagur 6. feb: Afturelding-Fram, kl. 19:30 - Stöð 2 Sport
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira