Tíu stofnanir verða að þremur Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 10:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti áformin á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Vísir/Arnar Halldórs Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira